Innova kerfisráðgjafi á norðurlandi

Marel ehf 13. Jun 2017 Fullt starf

Innova er framleiðsluhugbúnaður Marel, sem þjónar matvælavinnslum í fiski, kjöti og kjúklingi og styður við heildarvinnsluferlið, allt frá móttöku hráefnis til vöruafhendingar. Hugbúnaðurinn er notaður fyrir framleiðslueftirlit og stýringar og þjónar lykilhlutverki í matvælavinnslu í heiminum í dag. Nánari upplýsingar um Innova má finna á www.marel.com\innova

Innova er í örum vexti og hafa verið seld um 1.600 framleiðslukerfi um allan heim. Nú starfa um 160 manns við þróun, sölu og þjónustu á Innova á um allan heim.

Marel leitar að liprum, skipulögðum og úrræðagóðum kerfisráðgjafa í Innova þjónustu á Íslandi. Starfið felst í þjónustu, uppsetningu og innleiðingu á Innova hugbúnarkerfinu. Starfið krefst ferðalaga innanlands en starfsstöð er á Dalvík.

Starfslýsing: • Þjónusta og ráðgjöf við viðskiptavini. • Uppsetning og kennsla á Innova. • Innleiðing kerfishugbúnaðar. • Greiningar og breytingar á framleiðsluferlum viðskiptavina. • Reglubundnar heimsóknir til viðskiptavina.

Hæfniskröfur: • Menntun á sviði kerfisfræði, tölvunarfræði, kerfisstjórnun, verkfræði eða sambærilegu. • Hæfni til að greina verkferla • Færni í Microsoft SQL gagnagrunnum og netkerfum er kostur • Reynsla af uppsetningum og innleiðingum á hugbúnaðarkerfum og verkferlum er kostur • Lipurð í samskiptum • Sjálfstæð vinnubrögð


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Geir Sigurbjörnsson, jongeir@marel.is eða í síma 563 8000.

Umsóknarfrestur er til og með 25. júní 2017. Einungis er tekið á móti umsóknum í gegnum heimasíðu félagsins