Hugbúnaðarþróun

Vista Data Vision 25. Jun 2018 Fullt starf

Vista Data Vision hefur þróað öflugar hugbúnaðarlausnir til að vinna með mæligögn. Í dag er hugbúnaður VDV notaður út um allan heim í fjölmörgum verkefnum. Framundan eru mörg spennandi verkefni við að vinna með gögn fyrir okkar viðskiptavini á nýjan og frumlegan hátt.

Vegna aukinna verkefna leitum við að öflugum aðila til að bætast í hópinn okkar.

Hæfniskröfur:

  • Brennandi áhugi á nýjungum í vefforritun
  • Menntun á sviði tölvunar-, hugbúnaðarfræði eða mikla reynslu á þeim sviðum
  • Góð enskukunnátta
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum

Reynsla af eftirfarandi er kostur:

  • PHP, JS, SQL, CSS, REST

Starfið felur í sér að vinna að spennandi verkefnum í vefforritun með miklum möguleikum á að hafa áhrif á framvindu þeirra.

http://www.vistadatavision.com


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Vinsamlegast sendið umsókn og ferilskrá á vdv@vistadatavision.com. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknarfrestur er til og með 1. júlí 2018.