Hugbúnaðarsérfræðingur Markaðs- og verðbréfalausna

Íslandsbanki 18. May 2021 Fullt starf

Hjá Íslandsbanka starfar öflugur hópur sérfræðinga í vöruteymi Markaðs- og Verðbréfalausna (MaS), þetta eru vörueigendur sem koma frá ýmsum sviðum bankans og vinna náið með hugbúnaðarsérfræðingum á Upplýsingatæknisviði. Við í MaS innan Upplýsingatæknisviðs leitum að forritara sem hefur ástríðu fyrir úrlausn flókinna verkefna og uppbyggingu úthugsaðra lausna sem tengjast verðbréfum og mörkuðum. Hlutverk vöruteymisins er að þróa, viðhalda og bæta lausnir fyrir markaðs- og verðbréfavörur bankans. Starfsmaður verður hluti af hóp öflugra hugbúnaðarsérfræðinga innan Markaðs – og Verðbréfalausna Upplýsingatæknisviðs. Við leitum að sjálfstæðum, drífandi og þjónustulunduðum aðila.

Helstu verkefni:

 • Þátttaka í markaðs-og verðbréfateymi og samvinna við viðskiptaeiningar
 • Forritun á samþættingu milli markaðs- og verðbréfateyma bankans
 • Utanumhald og umsýsla með kerfum sem tilheyra vöruteymi
 • Önnur verkefni eftir samkomulagi

Hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun á sviði tölvunarfræði eða sambærileg menntun
 • Reynsla af þróun í .NET Core og C#
 • Reynsla af notkun GIT
 • Þekking og reynsla af MS SQL
 • Þekking og reynsla í markaða-og verðbréfakerfum er kostur
 • Reynsla af Kubernetes, Docker og/eða OAuth er kostur
 • Þekking og reynsla af Agile aðferðarfræði er kostur
 • Lipurð í mannlegum samskiptum
 • Frumkvæði og drifkraftur
 • Opin og fagleg vinnubrögð

Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Nánari upplýsingar um starfið veita: Kristrún Lilja Júlíusdóttir, forstöðumaður Markaðs og verðbréfalausna IT, 844 2882, klj@isb.is , og Sigrún Ólafsdóttir á Mannauðssviði, 844 4172, sigrun.olafs@islandsbanki.is

Umsóknarfrestur er til og með 30. maí nk.

Hjá Íslandsbanka starfa um 750 manns með ástríðu fyrir árangri. Við vinnum saman að lausnum fyrir viðskiptavini með fagmennsku að leiðarljósi. Íslandsbanki hefur staðist jafnlaunavottun og hlotið Jafnlaunamerki Velferðaráðuneytis.