Hugbúnaðarsérfræðingur í þróunarteymi

Norðurál 4. Jan 2023 Fullt starf

Norðurál leitar að reyndum og jákvæðum forritara til starfa í þróunarteymi fyrirtækisins. Þróunarteymið tilheyrir upplýsingatæknideild og hlutverk þess er að greina, hanna og þróa stafrænar lausnir til að styðja við starfsemi Norðuráls.

Verkefnin eru áhugaverð og krefjandi í lifandi og góðu starfsumhverfi þar sem metnaður og fagmennska eru í fyrirrúmi. Viðkomandi mun taka þátt í öllu ferli hugbúnaðarþróunar innan teymisins og þarf að búa yfir góðri forritunarkunnáttu og greiningarhæfni auk getu til að tileinka sér ný tól og forritunarmál.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Þróun og viðhald á stafrænum lausnum Norðuráls
 • Hugmyndavinna og greining
 • Samþætting kerfa og gagnagrunna
 • Samskipti við notendur og þjónustuaðila

Hæfni og menntun

 • B.Sc í tölvunarfræði eða sambærilegt nám
 • A.m.k 3 – 5 ára reynsla af forritun
 • Reynsla af C# og .NET
 • Kostur að hafa þekkingu á SQL og gagnagrunnshögun
 • Færni í mannlegum samskiptum
 • Þekking á vefþjónustum og samþættingu kerfa
 • Hæfni til að starfa sjálfstætt og í hópi

Norðurál leggur áherslu á heilsusamlegt, öruggt og ánægjulegt starfsumhverfi og góðan starfsanda. Við hvetjum fólk af öllum kynjum til að sækja um. Starfsstöðin er á Grundartanga, en starfsfólki bjóðast ferðir til og frá Akranesi, Borgarnesi og af höfuðborgarsvæðinu.

Framtíðin er spennandi í álframleiðslu á Íslandi og mun framþróun grænnar álframleiðslu hafa raunveruleg áhrif á útblástur gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu. Íslenski áliðnaðurinn er ein af stærstu útflutningsgreinum landsins og Norðurál er eitt stærsta iðnfyrirtæki á Íslandi. Á hverju ári notar Norðurál endurnýjanlega raforku til að framleiða um 320.000 tonn af áli fyrir erlenda markaði. Norðurál var valið Umhverfisfyrirtæki ársins árið 2022 af Samtökum atvinnulífsins.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknarfrestur er til og með 17. janúar 2023 en sótt er um starfið inni á heimasíðu Intellecta .

Upplýsingar veitir Torfi Markússon (torfi@intellecta.is) og Henrietta Þ. Magnúsdóttir (henrietta@intellecta.is). Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.