Hugbúnaðarsérfræðingur í SAP teymi

Pósturinn 15. Apr 2021 Fullt starf

Pósturinn óskar eftir að ráða jákvæðan og lausnarmiðaðan hugbúnaðarsérfræðing í SAP forritun. Um er að ræða krefjandi og fjölbreytt starf. Pósturinn er að ganga í gegnum miklar breytingar þar sem við leggjum áherslu á stafrænar lausnir og bætta þjónustu við viðskiptavini. Við leitum því að góðum aðila til að slást í hópinn.

Helstu verkefni:

  • Forritun á móti notendaviðmóti og gagnagrunni SAP kerfi Póstsins
  • Gerð og viðhald á bakenda vefþjónustulagi SAP
  • Þátttaka í þverfaglegum teymum á sviði stafrænna verkefna

Viðkomandi þarf að hafa:

  • Góða samskiptahæfni og ríka þjónustulund
  • Haldgóða þekkingu og reynslu af forritun og gagnagrunnshögun (SQL)
  • Vilja til að kynna sér og læra nýja hluti
  • Góða færni í mannlegum samskiptum og ríka þjónustulund
  • Háskólamenntun eða aðra menntun á sviði tölvunar-/verkfræði sem nýtist í starfi

Æskilegt er að viðkomandi hafi:

  • Reynslu af SAP/ABAP forritun, og eða reynslu af forritun í viðskiptahugbúnaði s.s Microsoft Dynamics Nav
  • Skilning á Agile hugmyndafræði og þeim aðferðum sem þar er beitt

Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknarfrestur er til og með 25. apríl 2021. Sótt er um starfið á umsóknarvef Póstsins, www.posturinn.is/atvinna. Umsókn skal fylgja ferilsskrá og kynningarbréf sem greinir frá ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið.

Pósturinn er með Jafnlaunavottun og leggur ríka áherslu á samfélagslega ábyrgð.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Georg Haraldsson, forstöðumaður stafrænna lausna og upplýsingatækni, í netfanginu georgh@postur.is.