Hugbúnaðarsérfræðingur í mannauðslausnum

Advania 17. Feb 2022 Fullt starf

Við leitum að metnaðarfullum og öflugum forritara í þróun og samþættingu hjá Mannauðslausnum. Starfið felst í ýmiss konar hugbúnaðarþróun með áherslu á bakendaforritun ásamt þátttöku í stórum sem smáum innleiðingar- og uppfærsluverkefnum.

Mannauðslausnir Advania

Markmið mannauðslausna er að auka árangur og ánægju starfsfólks með því að bjóða heildarlausn í mannauðsmálum sem veitir framúrskarandi upplifun. Hjá mannauðslausnum starfar öflugur hópur sérfræðinga sem hefur áralanga reynslu af ráðgjöf og þjónustu mannauðslausna. Það eru mörg spennandi verkefni framundan og því leitum við að öflugum forritara til að taka þátt í þessari vegferð með okkur.

Helstu verkefni

  • Forritun og þróun hugbúnaðar
  • Þátttaka í hönnun og útfærslu tímaskráningakerfa
  • Tæknileg aðstoð við viðskiptavini
  • Aðkoma að innleiðingu og uppsetningu á tímaskráningarlausnum

Hæfnikröfur

  • Háskólamenntun í tölvunarfræði eða hugbúnaðarverkfræði
  • 5+ ára reynsla af forritun og hugbúnaðargerð
  • Þekking á React, C#, JavaScript, SQL,.NET
  • Reynsla af Azure, Visual Studio, SQL Server Management Studio æskileg
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Gott skipulag, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Jákvæðni, þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum

Vinnustaðurinn Advania

Vinnustaðurinn er fjölskylduvænn, lifandi og skemmtilegur. Áherslan á að vera einn besti vinnustaður landsins kemur best fram í vinnustaðagreiningum sem hafa sýnt mikla ánægju starfsfólks um árabil. Advania hefur markað sér fjarvinnustefnu og stendur starfsfólki til boða að vinna að hluta til í fjarvinnu. Í höfuðstöðvum okkar í Guðrúnartúni er svo boðið upp á mat í glæsilegu mötuneyti, góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi – bæði fyrir starfsfólk og stuttfætta gesti.

Advania hefur markað sér bæði jafnréttisstefnu og sjálfbærnistefnu. Við leggjum mikla áherslu á fjölbreytileika og jafnrétti og hlaut Advania jafnlaunavottun árið 2018 fyrst íslenskra upplýsingatæknifyrirtækja. Einnig fylgjumst við grannt með okkar kolefnisspori, aðfangakeðju og áhrifum okkar á samfélagið og setjum okkur háleit markmið um úrbætur.

Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressu samstarfsfólki, þá finnurðu það hjá okkur. Gildi Advania eru snerpa, ástríða og hæfni.

Ferli ráðninga

  1. Tekið á móti umsóknum til 12. mars 2022
  2. Yfirferð umsókna
  3. Boðað í fyrstu viðtöl
  4. Boðað í seinni viðtöl
  5. Verkefni eða próf lögð fyrir ef við á
  6. Öflun umsagna / meðmæla
  7. Ákvörðun um ráðningu
  8. Öllum umsóknum svarað

Starfsmenn mannauðssviðs ásamt deildarstjóra, forstöðumanni og framkvæmdastjóra þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Vésteinn Sveinsson, deildarstjóri þróunar og samþættingar hjá mannauðslausnum vesteinn.sveinsson@advania.is / 440 9047


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Hugbúnaðarsérfræðingur í mannauðslausnum