Hugbúnaðarsérfræðingur í Heilbrigðislausnum

Origo 12. Feb 2019 Fullt starf

Hugbúnaðarlausnasvið Origo leitar að öflugum liðsmanni í þróun framúrskarandi og mikilvægra lausna í heilbrigðisgeiranum. Unnið er í teymum með reyndum hópi prófara, verkefnastjóra og forritara. Unnið er í nánu samstarfi við verkefnastjóra hjá Embætti Landlæknis.

Meðal verkefna eru þróun á Heilsuveru sem er ört vaxandi vefkerfi sem veitir einstaklingnum aðgengi að upplýsingum úr sjúkraskrá sinni. Hugbúnaðurinn er gríðarlega mikilvægt tæki fyrir einstaklinginn til að fylgjast með sínum heilbrigðisupplýsingum og eiga samskipti við heilbrigðiskerfið. Fyrirséð er að mikilvægi og virkni í Heilsuveru muni halda áfram að aukast á næstu árum.

Helstu verkefni

 • Koma að þarfagreiningu fyrir frekari þróun á Heilsuveru
 • Leiða hönnun og útfærslur í bakenda lausnarinnar

Æskileg tækniþekking:

 • C#
 • Javascript (React)
 • SQL
 • Vefþjónustur

Hæfniskröfur

 • Að minnsta kosti 5 ára reynsla af hugbúnaðargerð
 • Háskólamenntun í tölvunarfræði eða verkfræði
 • Hæfni til að vinna í teymum
 • Metnaður til að þróa lausnir á heimsmælikvarða
 • Fagmennska, frumkvæði og ábyrgð við úrlausn verkefna
 • Vilji til að leggja sig fram við að skapa frábæran vinnustað

Við bjóðum upp á frábæra starfsaðstöðu og búnað, góðan starfsanda og liðsheild, tækifæri til endurmenntunar og þátttöku í verkefnum sem skipta okkur öll máli. Við hvetjum bæði karla og konur til að sækja um starfið.

Hjá Origo starfar öflugur hópur fólks sem nýtir hugvit sitt til að efla árangur, hagsæld og öryggi viðskiptavina. Gildin okkar eru þjónustuframsýn, samsterk og fagdjörf.

Sótt er um starfið hér á vef Origo. Umsóknarfrestur er til og með 24. febrúar n.k.. Allar umsóknir og fyrirspurnir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og þeim svarað. Nánari upplýsingar veita sérfræðingar á mannauðssviði Origo.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur