Hugbúnaðarsérfræðingur (e. Junior Developer)

Wise 1. Mar 2023 Fullt starf

Ert þú lausnamiðaður forritari með þekkingu á Microsoft Dynamics 365 Business Central?

Við leitum að öflugum forritara með þekkingu á Microsoft Dynamics 365 Business Central til að bætast í hóp sérfræðinga sem sinna hugbúnaðarverkefnum fyrir viðskiptavini og þróun á sérlausnum Wise.

Með auknum umsvifum eru spennandi verkefni framundan í vöruþróun og í stuðningi við stafræna vegferð okkar stærstu viðskiptavina bæði hér heima og erlendis.

Helstu verkefni:

  • Þróun lausna og sérbreytinga fyrir viðskiptavini félagsins
  • Þátttaka í vöruþróun á hugbúnaði félagsins ásamt öflugu teymi sérfræðinga
  • Önnur verkefni

Hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun í tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði eða tengdum greinum
  • Þekking á Microsoft Dynamics 365 Business Central
  • Reynsla af notkun eða þróun viðskiptahugbúnaðar er kostur
  • Azure DevOps og PowerPlatform er kostur
  • Þekking á Agile aðferðarfræði er kostur
  • Skipulögð vinnubrögð og áhugi á að tileinka sér nýja tækni

Umsóknarfrestur er til og með 19.mars 2023

Frekari upplýsingar veitir Tinni Jóhannesson, mannauðsstjóri (tinni@wise.is).

Um Wise

Wise er ört vaxandi þekkingarfyrirtæki, sérhæft í stafrænum lausnum sem veita viðskiptavinum forskot í þeirra rekstri.

Hjá Wise starfa um 120 manns í Reykjavík og á Akureyri með áratuga reynslu og þekkingu á sviði alhliða viðskiptalausna.

Wise er fjölskylduvænn, lifandi og skemmtilegur vinnustaður þar sem leitast er við að auka fjölbreytileika í ráðningum. Við leggjum áherslu á hvetjandi starfsumhverfi með markvissri fræðslu og þjálfun, að starfsfólki líði vel í vinnunni og að starfsandi sé eins og best verður á kosið. Jafnframt er boðið upp á samgöngu- og íþróttastyrk til starfsmanna.

Fyrirtækið býður upp á samkeppnishæf laun og hlaut jafnlaunavottun 2021 og viðurkenningu FKA Jafnvægisvogarinnar 2022.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Við leitum að öflugum forritara með þekkingu á Microsoft Dynamics 365 Business Central til að bætast í hóp sérfræðinga sem sinna hugbúnaðarverkefnum fyrir viðskiptavini og þróun á sérlausnum Wise.