Hugbúnaðarsérfræðingur

Kvika banki 23. May 2024 Fullt starf

TM er framsækið fyrirtæki þegar kemur að stafrænni þjónustu og leitar nú að lausnamiðuðum full-stack forritara sem hefur unun af því að búa til fallegar stafrænar lausnir í náinni teymissamvinnu forritara, hönnuða og vörustjóra. Helstu verkefni snúa að trygginga- og tjónakerfum TM ásamt vefsölu og Mínum síðum.

Hæfniskröfur
Leitað er að einstaklingi með metnað til að takast á við krefjandi verkefni, sem hefur reynslu af því að vinna í nútíma veflausnum og skilur hvernig allur tæknistaflinn hefur áhrif á notendaupplifun. Viðkomandi þarf að hafa gaman af því að læra nýja hluti og miðla sinni þekkingu til annarra, ásamt eftirfarandi:

  • Reynsla af Node.js, React eða React Native er kostur
  • Reynsla af teymisvinnu
  • Vera viljug/ur/t til að eiga opin og heiðarleg samskipti
  • Vera opin/n/ð fyrir þeim vinnuaðferðum sem teymið notar
  • Góð íslensku- og enskukunnátta

Teymið
Teymið sem um ræðir samanstendur af starfsfólki TM og Kolibri þar sem fólk með mismunandi hlutverk (forritarar, hönnuður, vörustjóri og teymisþjálfi) vinnur náið saman. Forvitni, skapandi hugsun, frumkvæði, hlustun og opin samskipti eru mikils metnir eiginleikar í teyminu.

Við trúum því að einstaklingurinn skipti meira máli en kunnátta og teymið er byggt upp af ólíkum einstaklingum með styrkleika á mismundandi sviðum. Saman hefur teymið mikil áhrif á lausnirnar sem við smíðum fyrir starfsfólk og viðskiptavini TM. Við erum opin fyrir nýjungum og sýnum samkennd og vilja til að læra í umræðum innan teymisins.

Við hvetjum öll áhugasöm að sækja um starfið.


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Nánari upplýsingar veitir Óskar Örn Ingvarsson forstöðumaður hugbúnaðarþróunar Umsóknarfrestur er til og með 20. maí 2024. Farið er með umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað.