Hugbúnaðarsérfræðingur

Kvika 7. May 2024 Fullt starf

Við leitum að hugbúnaðarsérfræðingi í banka- og verðbréfahóp á upplýsingatæknisviði bankans. Hópurinn ber ábyrgð á viðhaldi og þróun á helstu kerfum bankans ásamt ýmsum sérlausnum eins og t.d. Auði, Kviku appinu og Lykli. Starfið felur í sér hugbúnaðarþróun tengdum almennum bankaviðskiptum eins og bankareikningum, greiðslum, útlánum, verðbréfum og fleira.

Ef þú hefur metnað til að takast á við krefjandi verkefni, hefur áhuga á fjármálastarfsemi og sækist í að kynnast flóknu tækniumhverfi, ásamt því að hafa drifkraft til að þróa öflugustu fjártæknilausnir landsins gætum við verið að leita að þér.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Rekstur og þróun á hugbúnaðarlausnum bankans
 • Þáttaka í umbóta- og samþættingarverkefnum
 • Þáttaka í vöruþróun
 • Greining og hönnun hugbúnaðarlausna
 • Menntunar- og hæfniskröfur:
 • Háskólamenntun í tölvunarfræði eða verkfræði
 • Meira en 3 ára starfsreynsla í hugbúnaðarþróun og/eða af störfum í fjármálageiranum
 • Reynsla af T-SQL
 • Reynsla af C# eða Python kostur
 • Frábærir samskiptahæfileikar
 • Skipulags- og aðlögunarhæfni í fjölbreyttu og krefjandi umhverfi

Kvika er öflugur banki með mikla áherslu á nýsköpun og stafrænt vöruframboð. Starfsumhverfið einkennist af samvinnu og liðsheild, með áherslu á frumkvæði starfsfólks og tækifæri til að starfa með fjölbreyttum hópi sérfræðinga með víðtæka reynslu.

Kvika leitast við að auka fjölbreytileika meðal starfsfólks og hvetur öll áhugasöm, óháð kyni, til að sækja um.


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Nánari upplýsingar um starfið veitir Björk Hauksdóttir, hópstjóri banka- og verðbréfahóps, bjork.hauksdottir@kvika.is.

Sótt er um starfið á umsóknarvef Kviku

Umsóknarfrestur er til og með 19. maí 2024.