Hugbúnaðarsérfræðingur

Reiknistofa Lífeyrissjóða 24. Apr 2024 Fullt starf

Reiknistofa lífeyrissjóða hf. (RL) leitar að hugbúnaðarsérfræðingi til þess að starfa með samhentum hópi sérfræðinga á sviði þróunar og rekstrar. Framundan eru spennandi verkefni við framþróun lausna félagsins og mun viðkomandi leika mikilvægt hlutverk í þeim verkefnum. Starfið veitir tækifæri til að hafa áhrif á framtíðarþróun á stóru og mikilvægu kerfi.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Hönnun og þróun á hugbúnaðarlausnum félagsins.
  • Þátttaka í mótun og framfylgni á tæknilegri framtíðarsýn.
  • Greining og vinnsla á gögnum.
  • Hönnun og útfærsla á verkferlamiðuðu viðmóti.
  • Smíði á vefþjónustum.
  • Samskipti við viðskiptavini og notendur í tengslum við hugbúnaðarlausnir.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólapróf í tölvunarfræði, verkfræði eða skyldum greinum.
  • Reynsla af fjölbreyttu tækniumhverfi er kostur.
  • Reynsla af fjármálamarkaði er kostur.
  • Hæfni í samskiptum, jákvæðni, þjónustulund og geta til að vinna í teymi.
  • Samviskusemi, áreiðanleiki, vandvirkni og öguð vinnubrögð.

RL er traust félag í eigu lífeyrissjóða og viðskiptavinir eru aðallega lífeyrissjóðir, stéttarfélög og fjármálafyrirtæki. Félagið þróar og þjónustar hugbúnaðarlausnir fyrir kjarnastarfsemi viðskiptavina sinna. RL er staðsett í Hlíðasmára í Kópavogi og býður heilbrigt starfsumhverfi, góða vinnuaðstöðu, samkeppnishæf laun og skemmtilegt samstarfsfólk.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknarfrestur um starfið er til og með 7. maí.

Sótt er um starfið á www.vinnvinn.is

Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna.

Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um færni viðkomandi til að gegna starfinu.

Umsjón með starfinu hafa Garðar Ó. Ágústsson (gardar@vinnvinn.is) og Hilmar G. Hjaltason (hilmar@vinnvinn.is).