Hugbúnaðarsérfræðingur

Igloo / Leiguskjól 5. Apr 2024 Fullt starf

Igloo er leiðandi á sviði tæknilausna fyrir fasteignamarkaðinn hér á landi. Stærsta verkefni Igloo hingað til er samnefndur vefur sem er stærsti leiguvefur landsins þar sem yfir 40 þúsund eiga samskipti um leiguíbúðir, gera rafræna samninga og hafa yfirsýn um fjárhag sinn. Á bak við vefinn eru lausnir á sviði rafrænna undirritana, fjármála, tengingu við banka og tryggingafélög og fjártæknilausnir en lykilhugtak í allri þróun lausna hjá Igloo er skalanleiki.

Ef þú hefur ástríðu fyrir þróun og hönnun hugbúnaðar og möguleikinn á að taka þátt í að breyta fasteignamarkaðnum heillar þig þá viljum við tala við þig. Við erum að leita að reyndum hugbúnaðarsérfræðingi með þekkingu til að smíða framúrskarandi hugbúnað fyrir notendur Igloo og leggja grunninn að framtíð þess hér á landi sem erlendis.

Grunnkröfur

 • BSc gráða í tölvunarfræði eða sambærilegum greinum
 • Nokkurra ára reynsla af þróun hugbúnaðar til útgáfu
 • Sérþekking og geta á hæsta stigi til að skrifa faglegan og viðhaldstækan kóða
 • Geta til að hlusta á kröfur vöruþróunar og gæða þær lífi á skjánum
 • Þekking á grunnatriðum tölvunarfræðinnar, s.s. gagnagrindum, algrímum og hagkvæmni kóða
 • Samskiptahæfileikar og færni til að vinna með bæði forriturum og fólki af öðrum sviðum, s.s. hönnun og viðskiptaþróun

Æskilegir eiginleikar

 • Þekking á Django umhverfinu og sér í lagi Django Rest Framework
 • Reynsla af framendaþróun með JavaScript, s.s. vue.js umhverfinu, er kostur en ekki skilyrði
 • Grunnþekking á þjónustum AWS, s.s. ECS, S3, Cloudfront ofl.
 • Þekking á Postgresql og góður skilningur á hönnun venslaðara gagnagrunna
 • Aðkoma að hugbúnaði sem hefur verið gefinn út til notkunar greiðandi, eða kröfuharðra og ógreiðandi, viðskiptavina
 • Gott skyn á hvaða þýðingu gott aðgengi að hugbúnaði hefur fyrir fólk
 • Viðkomandi hafi tileinkað sér aðferðafræði sem stuðlar að góðum hugbúnaði, s.s. stöðlun á kóða og lýsingar falla, kóðarýni, kóðageymslu, útgáfuferli og prófanir

Ríkar kröfur eru gerðar til starfsmanna Igloo en að sama skapi er hugmyndafræði um tilraunir og mistök í hávegum höfð. Lausnir sem breyta markaðnum og því hvernig fólk hugsar og vinnur verða ekki til án tilraunastarfsemi og mistaka. Hjá Igloo viljum við gera hið óhugsandi að veruleika og erum að leita að fólki í þá vegferð sem er tilbúið að helga sig verkefninu.

Til að sækja um starfið skal senda ferilskrá á Vigni Má Lýðsson, framkvæmdastjóra Igloo, á netfangið vignir@leiguskjol.is en einnig er hægt að hafa samband símleiðis í síma 869-2388 ef nánari upplýsinga er þörf eða ef þú vilt bara spjalla.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Senda tölvupóst á vignir@leiguskjol.is eða hringja í Vigni í síma 8692388.