Hugbúnaðarsérfræðingur

Andes og Prógramm 26. Mar 2024 Fullt starf

Andes og Prógramm leita að reynslumiklum hugbúnaðarsérfræðingum til að taka þátt í þróun á nokkrum af stærsta hugbúnaðarkerfum landsins.

Andes og Prógramm eru systurfélög sem saman mynda eitt af öflugri hugbúnaðarhúsum landsins. Við trúum því að við getum aukið skilvirkni með sérfræðiþekkingu og vali á réttum verkfærum fyrir hvert og eitt verkefni. Við erum leiðandi í stafrænni umbreytingu og sérsvið okkar eru skýjalausnir, sjálfvirkni, innviðir og flóknari hugbúnaðarlausnir. Vinnustaðurinn er frábær vettvangur fyrir þá sem vilja þróast áfram á sviði upplýsingatækni og taka þátt í krefjandi, skapandi og skemmtilegum verkefnum.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Þróun upplýsingakerfa fyrir stærri stofnanir og fyrirtæki
  • Sjálfvirknivæðing vinnuferla, skjölun og uppsetning á stafrænum innviðum

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun í tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði eða menntun sem nýtist í starfi
  • A.m.k. fimm ára reynsla af hugbúnaðarþróun
  • Reynsla í C# og .Net Core skilyrði
  • Reynsla af Microsoft SQL Server gagnagrunnum kostur
  • Áhugi á að tileinka sér nýja tækni og þróast í starfi
  • Lipurð í mannlegum samskiptum, sjálfstæði og drifkraftur
  • Góð íslensku- og enskukunnátta, bæði í töluðu og rituðu máli

Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur
  • Umsóknarfrestur er til og með 14. apríl 2024

  • Umsókn þarf að fylgja ferilskrá

  • Öllum umsóknum verður svarað

  • Farið er með umsóknir sem trúnaðarmál