Hugbúnaðarsérfræðingur

Gildi 8. Mar 2024 Fullt starf

Gildi hefur sett sér metnaðarfull markmið í stafrænni uppbyggingu og leitar nú að útsjónarsömum einstaklingi sem er tilbúinn að starfa með samhentum hópi sérfræðinga í upplýsingatæknideild sjóðsins.

Hjá sjóðunum starfar samhentur fjörutíu og sex manna hópur og leggur Gildi áherslu á góðan starfsanda, góð starfsskilyrði og jafnræði kynjanna. Gildi hefur sett sér stefnu í starfsmanna- og jafnlaunamálum og hefur hlotið jafnlaunavottun.

Helstu verkefni:

 • Hönnun og þróun hugbúnaðarlausna.
 • Greiningu og vinnsla á gögnum.
 • Samþætting á kóða.
 • Framsetning gagna.
 • Hönnun, uppbygging og viðhald á vöruhúsi gagna og gagnavinnslu.
 • Smíði og viðhald á skýrslum og mælaborðum.
 • Smíði vefþjónusta.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólapróf í tölvunarfræði, verkfræði, stærðfræði eða skyldum greinum.
 • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur.
 • Góður skilningur á tölfræði og hæfni til að túlka gögn.
 • Reynsla af fyrirspurnarmálum, t.d. SQL.
 • Þekking á DAX, XML, ETL, Python er kostur.
 • Þekking á vefþjónustusamskiptum er kostur.
 • Metnaður og frumkvæði í starfi.
 • Hæfni í samskiptum, jákvæðni, þjónustulund og geta til að vinna í teymi.
 • Samviskusemi, áreiðanleiki, vandvirkni og öguð vinnubrögð.​​

Gildi-lífeyrissjóður er þriðji stærsti lífeyrissjóður landsins með um 27 þúsund lífeyrisþega, 57 þúsund greiðandi sjóðfélaga og yfir 264 þúsund einstaklingar eiga réttindi hjá sjóðnum. Eignir sjóðsins nema nú tæplega 1.000 milljörðum króna. Sjóðurinn rekur bæði samtryggingardeild og séreignardeild. Hjá sjóðnum starfa 46 starfsmenn.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknarfrestur um starfið er til og með 24. mars 2024.

Sótt er um starfið á www.vinnvinn.is

Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar ásamt rökstuðningi um færni viðkomandi til að gegna starfinu.

Umsjón með starfinu hafa Auður Bjarnadóttir (audur@vinnvinn.is) og Garðar Óli Ágústsson (gardar@vinnvinn.is) hjá Vinnvinn.