Hugbúnaðarsérfræðingur

Isavia ANS ehf. 12. Oct 2022 Fullt starf

Við leitum að reyndum og metnaðarfullum sérfræðingi í C/C++ þróunarvinnu við fluggagnavinnslu kerfi og önnur kerfi því tengdu. Við bjóðum upp spennandi og krefjandi vinnustað þar sem starfsumhverfið er líflegt og alþjóðlegt. Áhersla er lögð á að sjálfstæði og skipulagshæfileikar fá að njóta sín í öflugu teymi sem þróar og rekur hugbúnað fyrir flugumferðarstjórn.

Viðkomandi þarf að geta sýnt frumkvæði, sjálfstæði og fagmennsku í starfi, vera skipulagður og geta unnið undir álagi. Leitað er að einstaklingum með góða samskiptahæfni ásamt öruggri og þægilegri framkomu.

Helstu verkefni:
– Greining og þróun á breytingu á fluggagnavinnslukerfi Isavia ANS
– Þróun á öðrum kerfum Isavia ANS

Hæfniskröfur:
– B.Sc. í tölvunarfræði eða sambærilegt nám og eða reynsla
– Reynsla af C/C++ þróun er skilyrði
– Þekking og reynsla af linux umhverfi
– Góð íslensku- og enskukunnátta

Umsóknar frestur er til og með 23. október 2022.

Nánari upplýsingar veitir Arnar Þórarinsson, deildarstjóri ATM kerfa, í gegnum netfangið arnar.thorarinsson@isavia.is


Sækja um starf