Hugbúnaðarsérfræðingur

Mannvit 7. Jun 2022 Fullt starf

Hugbúnaðarsérfræðingur óskast

Við leitum af öflugum liðsfélaga í starf hugbúnaðarsérfræðings hjá Mannvit. Um er að ræða krefjandi og fjölbreytt starf hjá fyrirtæki sem er með það hlutverk að skapa og stuðla að sjálfbæru samfélagi. Ef þú hefur áhuga á að verða þáttakandi í þessari spennandi uppbyggingu okkar samfélags, með þetta hlutverk að leiðarljósi, þá áttu samleið með Mannvit.
Um er að ræða fjölbreytt starf sem snýr að hönnun, innleiðingum og rekstri hugbúnaðar og tölvukerfa bæði í skýjum og á staðnum (on premise).

Helstu verkefni
– Hönnun, innleiðingar og rekstur kerfa
– Skjalastýringarkerfi
– Samþætting hugbúnaðarkerfa
– Forritun
– Aðstoð við notendur

Hæfniskröfur
– Tölvunarfræði eða sambærileg menntun
– Þekking og reynsla af Microsoft 365 og Azure skýjalausnum
– Þekking á Microsoft PowerApps og Jira er kostur
– Þekking á C#, Javascript og PowerShell er kostur
– Þekking á kerfisrekstri og samþættingu kerfa er kostur
– Lausnamiðuð og jákvæð hugsun


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknarfrestur er til og með 13. júní 2022.

Nánari upplýsingar veitir Súsanna Helgadóttir, susannah@mannvit.is, mannauðsráðgjafi eða Gísli Vilberg Hjaltason, gislivh@mannvit.is, fagstjóri Upplýsingatæknikerfa.