Hugbúnaðarsérfræðingur

Við leitum að öflugum og veðruðum einstaklingi í teymið til að leiða þróun á útlána- og greiðslulausnum félagsins. Helstu vörumerki fyrirtækisins á þessu sviði eru greiðslulausnin Pei, og fjármögnunarlausnin Motus Fjármögnun (áður Faktoría). Við trúum á metnaðarfull og öflug teymi og keyrum Scrum aðferðafræði í góðri samvinnu við vörustýringarsvið fyrirtækisins. Mikil uppbygging á sér nú stað hjá fyrirtækinu og markið sett hátt.
Helstu verkefni
- Hugbúnaðargerð á fjártæknilausnum í teymi öflugra hugbúnaðarsérfræðinga
- Þátttaka í skilgreiningu og gerð tæknistefnu fyrirtækisins
Hæfni og menntun
- BS/MS í tölvunarfræði / verkfræði
- Góð þekking og reynsla af fjártæknilausnum mikill kostur
- Tæknistakkur: .Net Core, C#, SQL Server, React, Flutter
- Þekking og reynsla af Event Driven Architecture, Microservices, Elastic Search, Azure, Docker kostur
- Frumkvæði, leiðtogafærni, frumkvæði
- Skipulögð og öguð vinnubrögð
Umsóknarfrestur er til og með 31. maí 2022
Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur
Frekari upplýsingar veitir Bjarki Snær Bragason forstöðumaður upplýsingatæknisviðs í bjarkib@motus.is.