Hugbúnaðarsérfræðingur

Vaki 5. Mar 2021 Fullt starf

Vaki óskar eftir að ráða hugbúnaðarsérfræðing.

Viðkomandi tekur þátt í þróun á gagnagrunns- og skýjalausnum Vaka sem halda utan um mælingar og skýrslur viðskiptavina víða um heim.

Helstu verkefni:

 • Þróun á gagnagrunns- og veflausnum (skýjalausnum)
 • Úrvinnsla og framsetning gagna frá mælitækjum
 • Forritun og prófanir á hugbúnaði
 • Þátttaka í þróunarverkefnum
 • Þátttaka í gerð notkunarleiðbeininga
 • Samskipti við tæknimenn, þjónustuaðila og notendur
 • Þjálfun þjónustuaðila

Hæfniskröfur:

 • Meistaragráða í verkfræði, tölvunarfræði eða sambærilegum greinum
 • Reynsla af hönnun og hugbúnaðarþróun
 • Þekking á gagnagrunnum, þróunartólum og skýjalausnum (AWS og/eða AZURE)
 • Þekking á netöryggismálum
 • Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður
 • Góð tungumálakunnátta

Vaki fiskeldiskerfi var stofnað árið 1986 og er leiðandi fyrirtæki í hönnun og þróun á hátæknibúnaði fyrir fiskeldi um allan heim. Fiskiteljarar byggðir á tölvusjón telja fisk á öllum stigum í eldinu; í seiðastöðvum, í brunnbátum og við aflúsun. Annað sérsvið Vaka er búnaður til að stærðarmæla fisk í sjókvíum og gefur hann nákvæmar upplýsingar um meðalþyngd, stærðardreifingu og vöxt fisksins í kvíunum. Dæling og flokkun á fiski, svo og loftun í sjókvíum, eftirlit og stýringar ýmiskonar er einnig stór hluti af vörulínu Vaka. Dótturfélög í Noregi, Chile og Skotlandi, ásamt þjónustu- og umboðsaðilum víða um heim, veita viðskiptavinum ráðgjöf, þjónustu og þjálfun.

Árið 2019 keypti MSD Animal Health allt hlutafé í Vaka og nú sem hluti af MSD eru uppi spennandi áform um stækkun og eflingu fyrirtækisins. Aukin áhersla verður lögð á vöruþróun og þjónustu í nánu samstarfi við viðskiptavini og munu nýjar lausnir knýja framþróun fiskeldis um allan heim. Frekari upplýsingar á **www.vaki.is**

Nánari upplýsingar:

Inga S. Arnardóttir, inga@hagvangur.is


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Sækja skal um starfið á vefsíðu Hagvangs www.hagvangur.is