Hugbúnaðarsérfræðingur

Reykjavíkurborg 2. Mar 2020 Fullt starf

Upplýsingatækniþjónusta Reykjavíkur leitar að hressum og metnaðarfullum hugbúnaðarsérfræðingi til að vinna í teymi að spennandi upplýsingatækni verkefnum hjá Reykjavíkurborg. Starfið felur í sér samskipti við mismunandi hagsmunaaðila, starfsfólk og íbúa Reykjavíkurborgar þegar unnið er að vöruþróun.

Starfið felur í sér að starfa með teymi sem hugsar í lausnum og nýtir notendamiðaða hönnun við úrlausn verkefna. Starfið felur í sér að taka þátt í framtíðarþróun á innviðum upplýsingatækni og hugbúnaðarlausna Reykjavíkurborgar.

Helstu verkefni

Tekur þátt í uppbyggingu á rafvænum lausnum á vefjum Reykjavíkurborgar og stafrænum umbreytingarverkefnum á þjónustum Reykjavíkurborgar

Tekur þátt í hönnun og innleiðingu á hugbúnaðarlausnum til reksturs (DEVOPS)

Tekur þátt í verkefnum tengdum snjallborginni (Smart City Reykjavik)

Hæfniskröfur

Háskólamenntun í verkfræði/tölvunarfræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi

Samskiptafærni og geta til að vinna í teymi nauðsynleg

Reynslu af forritun vefþjónusta í Drupal nauðsynleg

Þekking á PHP nauðsynleg

Reynslu af JavaScript, CSS og HTML nauðsynleg

Þekking á WordPress, Joomla og Agile vinnubrögðum æskileg

Skipulagshæfni og frumkvæði nauðsynleg

Geta til að tjá sig í riti og ræðu á íslensku


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Nánari upplýsingar um starfið veitir Kári Róman Svavarsson með því að senda fyrirspurnir á kari.roman.svavarsson@reykjavik.is

Vakin er athygli á stefnu Reykjavikurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Upplýsingatækniþjónusta Reykjavíkur heyrir undir Þjónustu- og nýsköpunarsvið og eru helstu verkefni kjarnarekstur upplýsingatæknikerfa borgarinnar ásamt hýsingum og rekstrarlausnum, stefnumörkun í upplýsingatæknimálum, notendaumsjón og aðgangsstýringar, bestun á upplýsingatækniarkitektúr og rekstrarumhverfi, öryggismál upplýsingatæknirekstrar, tæknileg notendaþjónusta, lagerhald búnaðar, innkaup á upplýsingatæknibúnaði og innleiðing stafrænna umbreytinga Reykjavíkurborgar.

Umsóknarfrestur er til og með 15. mars