Hugbúnaðarsérfræðingur

Marel 18. Dec 2019 Fullt starf

Marel leitar að öflugum forritara í miðlægt hugbúnaðarteymi sem þróar og viðheldur innanhúss Linux dreifingu fyrir Marel vélar. Leitað er að einstaklingi til að takast á við krefjandi verkefni í þverfaglegu teymi, í alþjóðlegu umhverfi.

Helstu verkefni:

 • Hanna og útfæra hugbúnað í grunnkerfum með það að markmiði að styðja við vöruþróun
 • Rýni og prófanir á hugbúnaði
 • Skjölun á hugbúnaði
 • Mótun á framtíðar hugbúnaðargrunni Marel

Hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun í tölvunarfræði, verk-/tæknifræði eða sambærileg menntun og/eða reynsla
 • Starfsreynsla af hugbúnaðargerð með markvissri hugbúnaðarþróun í C/C++ skilyrði
 • Reynsla af Linux skilyrði
 • Reynsla af Bash og Lua æskileg
 • Þekking og reynsla af embedded hugbúnaðarþróun er kostur
 • Þekking og reynsla af sjálfvirkri hugbúnaðarprófun er kostur
 • Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð

Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristján Þorvaldsson, Infrastructure manager, kristjan.thorvaldsson@marel.com

Vinsamlegast sækið um starfið á heimasíðu Marel.

Umsóknarfrestur er til og með 2. janúar nk.