Hugbúnaðarsérfræðingur

Marel 10. Jul 2019 Fullt starf

Marel leitar að hugbúnaðarsérfræðingi til að vinna að spennandi verkefnum á sviði tækjahugbúnaðargerðar innan vöruþróunar. Við hvetjum konur sérstaklega til að sækja um*.

Helstu verkefni

Vinna að gerð tækjahugbúnaðar Taka þátt í að móta nýjan tæknistaðal fyrir tæki Marel Koma að undirbúningi og skilgreiningu verkefna Taka þátt í alþjóðlegum verkefnum og sinna afmörkuðum áföngum þeirra

Hæfniskröfur

Framúrskarandi samskiptahæfileikar og jákvætt viðmót Tæknimenntun á háskólastigi er nauðsynleg Þekking á notkun og forritun í PLC mikill kostur Þekking á Linux og forritun í C++ mikill kostur Mjög góð enskukunnátta


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristján Þorvaldsson, Infrastructure Manager, kristjan.thorvaldsson@marel.com.

Umsóknarfrestur er til og með 5. ágúst 2019.

*Þar sem konur eru í minnihluta starfsfólks vöruþróunar Marel á Íslandi þá hvetjum við þær sérstaklega á grundvelli laga (nr. 10/2008 1. mgr. 18. gr.) um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla til að sækja um starfið.