Hugbúnaðarsérfræðingur

Borgun 6. Mar 2019 Fullt starf

Borgun er leiðandi fjármálafyrirtæki í þróun og hagnýtingu lausna á sviði rafrænnar greiðslumiðlunar.

Hugbúnaðarþróun Borgunar leitar að öflugum liðsmanni til að takast á við fjölbreytt, skemmtileg og krefjandi verkefni.

Helstu verkefni:

  • Greining, hönnun, þróun og innleiðing lausna fyrir seljendur í viðskiptum við Borgun.

  • Samþætting við ytri þjónustur og grunnkerfi Borgunar.

  • Þróun og innleiðing samþættinga- og einingaprófa.

Hæfniskröfur:

Háskólamenntun í tölvunarfræði, verkfræði eða sambærilegu.

  • Góð þekking og reynsla af forritun í .NET á öllum lögum (e. full stack).

  • Góð þekking á C#, ASP.NET og T-SQL.

  • Góð þekking á IIS og SQL Server.

  • Reynsla af TFS og GIT er kostur, þar með talið uppsetningu sjálfvirkra útgáfuferla.

  • Þekking og reynsla af Agile aðferðafræði er kostur.

  • Skipulögð og öguð vinnubrögð.

  • Hæfni til að vinna í teymum.

  • Fagmennska, frumkvæði og ábyrgð við úrlausn verkefna.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurjón Þráinsson, þróunarstjóri, í síma 859-7969. Umsóknum skal skila á vef Borgunar, https://www.borgun.is. Umsóknafrestur er til og með 20. mars.