Hugbúnaðarsérfræðingur

Samskip 9. Nov 2018 Fullt starf

Við leitum að lausnamiðuðum hugbúnaðarsérfræðingi til liðs við okkur. Starfið felur í sér daglega þjónustu, viðhald og breytingar á hugbúnaðarkerfum fyrirtækisins ásamt þróun nýrra lausna.

Menntunar og hæfnikröfur

 • Háskólamenntun í tölvunarfræði eða hugbúnaðarverkfræði
 • Reynsla og þekking á sambærilegu starfi er kostur
 • Skipulögð og sjálfsstæð vinnubrögð

Þekking og reynsla

 • C#, .NET (4.5+, Core)
 • HTML, CSS (LESS, SASS)
 • JavaScript, TypeScript
 • Angular 1.x
 • React
 • Docker
 • Git
 • OutSystems
 • CI/CD útgáfuferlum
 • Sjálfvirkum prófunum
 • Kafka
 • npm/yarn og webpack
 • RDBMS (Oracle / SQL Server / PostgreSQL)
 • NoSQL (RethinkDB eða öðrum NoSQL grunnum)

Eiginleikar – Færni í mannlegum samskiptum og geta til að starfa í hóp – Frumkvæði, fagmennska og geta til að vinna sjálfstætt – Að eiga auðvelt með að tileinka sér nýjustu strauma og stefnur í hugbúnaðarþróun

Umsækjendur eru beðnir um að skila inn ferilskrá ásamt greinargóðu kynningarbréfi sem tilgreinir hvernig umsækjandi uppfyllir kröfur um menntun, reynslu og eiginleika.

Umsóknarfrestur er til og með 17. desember nk. Nánari upplýsingar um starfið veitir Vignir J. Sveinsson hópstjóri í Hugbúnaðardeild, vignir.j.sveinsson@samskip.com


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsækjendur eru beðnir um að skila inn ferilskrá ásamt greinargóðu kynningarbréfi sem tilgreinir hvernig umsækjandi uppfyllir kröfur um menntun, reynslu og eiginleika.