Hugbúnaðarsérfræðingur

Premis 28. Dec 2017 Fullt starf

Við leitum að flottum og lausnamiðuðum forritara í teymið okkar. Starfið felur í sér framþróun, viðhald og breytingar á vefkerfum fyrirtækisins ásamt þróun nýrra lausna.

Menntunar og hæfnikröfur:

  • Háskólamenntun í tölvunarfræði eða hugbúnaðarverkfræði
  • Reynsla og þekking á sambærilegu starfi er kostur
  • Skipulögð og sjálfsstæð vinnubrögð

Þekking og reynsla:

  • C#, .NET (4.5+, Core)
  • MsSQL
  • Azure
  • HTML, CSS (LESS)
  • JavaScript
  • Git

Eiginleikar:

  • Færni í mannlegum samskiptum og geta til að starfa í hóp
  • Frumkvæði, fagmennska og geta til að vinna sjálfstætt
  • Að eiga auðvelt með að tileinka sér nýja færni

Um Premis:

Hjá Premis starfa um 60 manns og telur vef- og hugbúnaðardeildin hátt í 20 manns. Við erum að vinna að margvíslegum lausnum fyrir fjöldann allann af viðskiptavinum og vantar því að fá inn fleira flott fólk í hópinn.

Umsækjendur eru beðnir um að skila inn ferilskrá og tilgreina hvernig umsækjandi uppfyllir kröfur um menntun, reynslu og eiginleika.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknarfrestur er til og með 10. janúar nk. Nánari upplýsingar um starfið veitir Díana Dögg Víglundsdóttir, deildarstjóri vef- og hugbúnaðardeildar diana@premis.is