Hugbúnaðarsérfræðingur

Kúla 3D 30. Nov 2017 Fullt starf

Kúla er nýsköpunarfélag sem þróar þrívíddarbúnað fyrir myndavélar. Nýjasta vara okkar er þrívíddarlinsa fyrir farsíma sem kallast Kúla Bebe og kemur út núna í desember. Þetta er svakalega skemmtileg græja og við erum að leita að snjöllum hugbúnaðarsérfræðingi með víðtæka reynslu af þróun, viðhaldi og útgáfu hugbúnaðar til að taka þátt í þessu ævintýri með okkur.

Helstu verkefni:

  • þróun myndvinnsluhugbúnaðar fyrir snjallsíma í react native
  • þróun myndvinnsluhugbúnaðar í C++
  • prófanir og útgáfa hugbúnaðar

Hæfniskröfur:

  • menntun á sviði verk- eða tölvunarfræði
  • reynsla af myndvinnsluhugbúnaðarþróun
  • reynsla af hugbúnaðarþróun í C, C++ eða sambærilegu
  • áhugi eða reynsla af þróun hugbúnaðar fyrir síma
  • sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

Við bjóðum upp á spennandi og fjölbreytt starf í skemmtilegu umhverfi á frumkvöðlasetrinu Innovation House á Eiðistorgi.

Nánari upplýsingar um Kúlu er að finna á kula3d.com.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Til að fá nánari upplýsingar, skrifið til iris@kula3d.com. Umsókn um starf ásamt ferilskrá sendist á job@kula3d.com.