Hugbúnaðarsérfræðingar

Festi 4. Aug 2022 Fullt starf

Viltu taka þátt í að þróa nútímalegar tæknilausnir sem hafa áhrif á fjölda viðskiptavina.

Við leitum að öflugum forriturum í ört stækkandi hugbúnaðarþróunarteymi í upplýsingatæknideild Festi til að vinna að app- og vefþróun hjá Festi og dótturfélögum.

Helstu verkefni:

Þróun á þjónustuappi fyrir N1
Þróun á vefverslunum
Þróun á lausnum til aukinnar sjálfvirkni

Hæfnis – og menntunarkröfur:

Menntun á sviði verk- eða tölvunarfræði
Lágmark tveggja ára reynsla í app- og vefþróun
Reynsla og þekking á React og Typescript
Reynsla af þróun í Python og/eða .net Core
Þekking á þjónustum ss. GraphQL og RESTful API
Kostur að geta unnið í bæði fram- og bakenda

Festi starfrækir vottað jafnlaunakerfi og hefur skuldbundið sig til að greiða jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Starfsfólki er veittur sveigjanleiki í starfi og lögð er áhersla á jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Velferð starfsfólks er í fyrirrúmi og er ýmis konar heilsueflandi þjónusta í boði í Velferðarpakka félagsins. Starfsfólk fær góð kjör á vörum og þjónustu hjá ELKO, Krónunni og N1.

Nánari upplýsingar veitir Linda Kristmannsdóttir Upplýsingatæknistjóri (linda@festi.is )


Sækja um starf