Hugbúnaðarprófari (QA engineer)

Advania 9. Aug 2021 Fullt starf

Hefur þú brennandi áhuga á að skila hágæða hugbúnaði sem er líka notendavænn? Vilt þú starfa á líflegum vinnustað við hlið fagfólks í fremstu röð við gerð á fyrsta flokks hugbúnaði með notendaupplifun að leiðarljósi? Við leitum að öflugu fólki, sem gefur engan afslátt þegar kemur að gæðum í hugbúnaðargerð, til að bætast í teymið okkar hjá veflausnum Advania.

Veflausnir

Hjá veflausnum Advania starfa í kringum 50 manns og er því um að ræða eina af stærstu hugbúnaðardeildum landsins. Hópurinn hefur þróað ótal margar stórar sem smáar lausnir fyrir breiðan hóp ánægðra viðskiptavina. Við hjá veflausnum erum í stöðugri þróun, viljum alltaf gera betur og viljum eiga ánægðustu viðskiptavinina. Við setjum viðskiptavini okkar í fyrsta sætið og hjálpum þeim að ná samkeppnisforskoti á sínum sviðum. Við leitum að aðilum sem hafa mikla þjónustulund, hugsa í lausnum og eru reiðubúnir að leggjast á árarnar með okkur.

Starfssvið

Hugbúnaðarprófarar bera ábyrgð á því að lausnir séu prófaðar mjög nákvæmt áður en þær fara í loftið, þær séu í hæsta gæðaflokki, útfærsla og viðmót samsvari hönnun og mæti kröfum okkar viðskiptavina. Prófarar bera ábyrgð á að skrá frávik frá kröfum, vinna náið með forriturum og hönnuðum til að ná skjótum úrlausnum á frávikum. Hugbúnaðarprófarar eru fulltrúar notenda og í leiðandi hlutverki við að tryggja gæði hugbúnaðar veflausna.

Hæfnikröfur

  • Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi
  • Reynsla af hugbúnaðarprófun og/eða gæðastýringu
  • Metnaður fyrir notendavænum lausnum
  • Augu fyrir smáatriðum
  • Þolinmæði og ákveðni
  • Geta sett sig í spor notenda
  • Frumkvæði og drifkraftur
  • Sjálfstæði og fagleg vinnubrögð
  • Lausnamiðuð hugsun og jákvæðni
  • Færni í teymisvinnu

Að auki er kostur ef umsækjendur búa yfir/hafi:

  • Reynsla og þekking á Agile og Scrum hugmyndafræði
  • Reynsla af sjálfvirkum prófunum
  • Þekkingu á notendaupplifun og notendaviðmóti (UX/UI)
  • Áhugi á fólki og hegðun þeirra
  • Önnur reynsla sem getur nýst í starfi

Vinnustaðurinn Advania

Vinnustaðurinn er fjölskylduvænn, lifandi og skemmtilegur. Áherslan á að vera einn besti vinnustaður landsins kemur best fram í vinnustaðagreiningum sem hafa sýnt mikla ánægju starfsfólks um árabil. Advania hefur markað sér fjarvinnustefnu og stendur starfsfólki til boða að vinna að hluta til í fjarvinnu. Í höfuðstöðvum okkar í Guðrúnartúni er svo boðið upp á mat í glæsilegu mötuneyti, góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi – bæði fyrir starfsfólk og stuttfætta gesti.

Advania hefur markað sér bæði jafnréttisstefnu og sjálfbærnistefnu. Við leggjum mikla áherslu á fjölbreytileika og jafnrétti og hlaut Advania jafnlaunavottun árið 2018 fyrst íslenskra upplýsingatæknifyrirtækja. Einnig fylgjumst við grannt með okkar kolefnisspori, aðfangakeðju og áhrifum okkar á samfélagið og setjum okkur háleit markmið um úrbætur.

Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressu samstarfsfólki, þá finnurðu það hjá okkur. Gildi Advania eru snerpa, ástríða og hæfni.

Ferli umsóknar

  1. Tekið á móti umsóknum til 22. ágúst 2021
  2. Yfirferð umsókna
  3. Boðað í fyrstu viðtöl
  4. Boðað í seinni viðtöl
  5. Verkefni eða próf lögð fyrir ef við á
  6. Öflun umsagna / meðmæla
  7. Ákvörðun um ráðningu
  8. Öllum umsóknum svarað

Starfsmenn mannauðssviðs ásamt deildarstjóra, forstöðumanni og framkvæmdastjóra þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um starfið veitir Valeria Rivina, forstöðumaður veflausna, valeria.rivina@advania.is


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Hugbúnaðarprófari (QA engineer)