Hugbúnaðargerð

Bouvet 4. Apr 2019 Fullt starf

Við erum að leita að snillingi í hugbúnaðargerð fyrir Bouvet í Noregi. Viðkomandi einstaklingur myndi vinna á skrifstofu fyrirtækisins í Stavanger.

Við leitum að manneskju sem er með ástríðu fyrir nýsköpun og áhuga á nýjustu tækni og tækniþróunum. Við leitum að einstaklingi sem vinnur vel í hóp og er tilbúinn til að deila þekkingu sinni og reynslu með samstarfsfélögunum til þess að bæta vinnuna og hvert annað.

Við bjóðum vinalegt vinnu umhverfi með frábæru fólki á fjölbreyttum vinnustað, áhugaverð og fjölbreytt verkefni, samkeppnishæf laun og aðstoð við að koma þér fyrir í nýju landi t.d. finna húsnæði og skóla fyrir börn ef þarf.

Vinsamlegast skilið inn ferilskrá og kynningarbréfi á ensku.

Hæfni og reynsla:

  • NET/ASP.NET Core

  • React/Angular

  • K8S og Docker

  • Azure (fyrir þróunarvinnu)

  • Reynsla í forritunarmálum eins og Go og Python er vel metin

  • Mikill áhugi og þekking á sviðinu

  • Ástríða til að læra nýja hluti og deila þekkingu sinni

  • Með mikla áherslu á gæði og öryggi í vinnubrögðum

  • Taka ábyrð á því að verkefni klárist og hafir þor til að spyrja samstarfsfélaga eða viðskiptavini til þess að ná markmiðum.

Bouvet er Norskt ráðgjafafyrirtæki sem hannar, þróar og veitir ráðgjöf um lausnir í upplýsingatækni og rafrænum samskiptum. Þar starfa yfir 1350 manns og eru þau með mjög fjölbreyttan bakgrunn. Fyrirtækið þjónustar fyrirtæki í öllum atvinnugeirum. Okkar markmið er að verða mest traustvekjandi ráðgjafafyrirtæki með flesta ánægða starfsmenn og viðskiptavini.

Stavanger er sjávarborg í suðvestur Noregi. Hún er þriðja stærsta borg landsins með u.þ.b. 130.000 íbúa. Orku- og tækniiðnaður eru stórir geirar á atvinnumarkaðnum í borginni og er atvinnuleysi þar lítið.

Umsóknarfrestur er til og með 22. apríl

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veita Hanna María Jónsdóttir (hanna.jonsdottir@capacent.is) og Tinni Kári Jóhannesson(tinni.johannesson@capacent.is) hjá Capacent ráðningum.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Sækið um starfið á síðu Capacent www.capacent.is. Fyrirspurnir skulu sendar á Hönnu Maríu og Tinna ráðgjafa Capacent.