Hópstjóri vettvangsþjónustu heilbrigðis- og upplýsingatæknimála Landspítala

Landspitali 28. May 2021 Fullt starf

Landspítali er einn stærsti og mikilvægasti vinnustaður landsins. Mikil framþróun læknavísinda og tækni auk þeirra miklu breytinga í þjónustu, sem almenningur þarf í framtíðinni, setur miklar kröfur á spítalann. Með byggingu nýs meðferðarkjarna og samhliða stafrænni umbreytingu í hátæknisjúkrahús, ætlar Landspítali að verða í fremstu röð spítala í Evrópu. Þessum markmiðum verður ekki náð án þess að nýir ferlar, ný tækni, samþætting og sjálfvirkni leiki lykilhlutverk. Og forsenda árangurs er frábært starfsfólk. Vilt þú vera leiðandi í að gera þessa framtíð að veruleika?

Við leitum eftir drífandi og framsæknum hópstjóra vettvangsþjónustu sem er hluti af nýrri þjónustumiðstöð sem sinnir allri framlínuþjónustu á sviði upplýsingatækni og lækningatækja. Um 30 starfsmenn auk fjölda verktaka tilheyra nýrri þjónustumiðstöð og fer fjölgandi með fleiri verkefnum. Um helmingur starfsmanna tilheyrir vettvangsþjónustu sem sinnir þjónustu og viðhaldi alls notendabúnaðar og lækningatækja á deildum spítalans auk vinnu á verkstæðum tölvubúnaðar og lækningatækja. Rekstrarstjóri þjónustumiðstöðvar er næsti yfirmaður.

Á heilbrigðis- og upplýsingatæknideild (HUT) starfa um 70 manns auk fjölda verktaka. Deildin ber ábyrgð á tölvubúnaði og tölvukerfum spítalans ásamt öllum lækningatækjabúnaði. Auk þess nýta fjölmargar aðrar heilbrigðisstofnanir landsins þjónustu HUT. Hlutverk HUT er að styðja sem best við starfsemi spítalans með tæknilausnum og leiða stafræn framþróunarverkefni sem öll miða að hærra þjónustustigi og aukinni skilvirkni. Starfshlutfall er 100% og er upphaf starfs samkomulag.

Helstu verkefni og ábyrgð

• Dagleg stýring starfsmanna á vettvangi og verkstæði

• Forgangsröðun og úthlutun verkefna

• Ber ábyrgð á þeirri þjónustu sem vettvangshópur sinnir

• Kemur að þróun og eflingu starfsemi þjónustumiðstöðvar í samræmi við þarfir spítalans

Hæfnikröfur

• Menntun sem nýtist í starfi æskileg

• Reynsla af skipulagningu og úrlausn tæknilegra mála á vettvangi

• Reynsla af tæknilegri þjónustu æskileg

• Faglegur metnaður og öguð vinnubrögð

• Drifkraftur, stefnumótandi hugsun og frumkvæði í starfi

• Hæfni til að móta jákvætt vinnuumhverfi og byggja upp teymi

Frekari upplýsingar um starfið

Laun er samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá, auk kynningarbréfs. Öllum umsóknum verður svarað.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 15.06.2021

Nánari upplýsingar veitir

Björn Jónsson – bjornj@landspitali.is – 825 5050


Sækja um starf