Hópstjóri í notendaþjónustu

Orkuveita Reykjavíkur 8. Feb 2019 Fullt starf

OR og dótturfélög eru á fullu að undirbúa framtíðina og það reynir á að starfsfólk samstæðunnar hafi aðgang að fyrsta flokks þjónustu í upplýsingatækni.

Við þurfum að bæta í hópinn og leitum að lausnamiðuðum leiðtoga í starf hópstjóra notendaþjónustu sem sinnir þjónustu við starfsfólk OR samstæðunnar á nokkrum starfsstöðvum.

Til að takast á við fjölbreyttar áskoranir þarft þú að hafa metnað fyrir góðri þjónustu, reynslu af notendaþjónustu og góða tækniþekkingu. Ef þú þar að auki getur leitt vinnu við umbætur og ráðgjöf við notendur ættir þú að sækja um.

Við hvetjum jafnt konur sem karla til að sækja um.

Nánari upplýsingar veitir Ásdís Eir Símonardóttir mannauðsráðgjafi í netfanginu starf@or.is. Þú sækir um á ráðningavef OR, starf.or.is, þar sem nánari upplýsingar um starfið er að finna.

Umsóknarfrestur er til og með 21. febrúar 2019.

OR er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður fólks með mikla þekkingu. Fyrirtækið leitast við að vera í fremstu röð hvað snertir öryggi, jafnrétti, vinnuumhverfi og möguleika til að samræma vinnu og einkalíf.


Upplýsingar fyrir umsækjendur