Hönnuður

Kolofon 8. Jun 2021 Fullt starf

Kolofon leitar að hönnuði sem hefur metnað í að skila vönd­uðum og endingar­góðum vörum í nánu samstarfi við okkar teymi, viðskipta­vini og samstarfs­aðila. Viðkomandi þarf að vera næmur á notenda­upplifun, metnaðar­fullur gagnvart nýjum áskorunum og að hafa tamið sér vönduð vinnu­brögð og gott handverk.

Kröfur & hæfileikar.
→ Að minnsta kosti 2 ára reynsla í faginu.
→ Áhugi og reynsla á hönnun fyrir prent og stafræna miðla.
→ Gott vald og skilningur á leturmeðhöndlun.
→ Góð almenn tækniþekking og reynsla af Creative Suite og Figma.

Um vinnustaðinn.
Kolofon er lifandi hönnunar­stofa með fjölbreytt verkefni, sem aðstoðar fyrirtæki og stofnanir að ná fram tímalausri, fallegri og umfram allt skilvirkri hönnun. Stofan sérhæfir sig í mörkun, vef- og viðmóts­hönnun ásamt upplýsinga­hönnun. Hún var stofnuð í ársbyrjun 2018, telur 8 starfsmenn og er með aðsetur á Granda.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknir og fyrir­spurnir um starfið sendist á atvinna@kolofon.is.
Nauðsynlegt er að senda dæmi um fyrri verk með umsókninni.
Umsóknarfrestur er til og með sunnudagsins 20. júní. — Fyllsta trúnaðar lofað