Grafískur hönnuður

Kúla 3D 9. Apr 2018 Hlutastarf

Grafískur hönnuður og ljósmyndari með áhuga á markaðssetningu og fußball. Vá hvað það hljómar vel!

Kúla er lítið en ört vaxandi nýsköpunarfyrirtæki sem hannar og framleiðir þrívíddarlinsur fyrir stórar myndavélar og farsíma. Við þróum einnig hugbúnað fyrir þessi tæki og bjóðum þannig upp á heildstæða lausn til þrívíddarljósmyndunar fyrir mannskepnuna.

Við leitum að grafískum hönnuði í hlutastarf með möguleika á fastráðningu í fullt starf. Fjarvinna og verktakavinna kemur ekki til greina. Starfið felur í sér mjög fjölbreytt verkefni eins og til dæmis:

  • hönnun á umbúðum og pappírsvörum
  • hönnun markaðsefnis fyrir samfélagsmiðla, fréttabréf o.fl.
  • útlitshönnun smáforrits
  • útlitshönnun vefsíðu
  • þátttaka í markaðssetningu, gerð markaðsefnis og yfirferð efnis.

Eftirfarandi reynsla er forsenda ráðningar:

  • B.A. gráða í grafískri hönnun eða sambærileg menntun
  • áhugi á markaðssetningu
  • mjög góð ensku- og íslenskukunnátta
  • áhugi og reynsla af ljósmyndun
  • jákvætt hugarfar

Það væri plús ef viðkomandi hefði einnig reynslu af markaðssetningu á netinu og áhuga á auglýsingasálfræði.

Við bjóðum upp á fjölbreytt starf í lifandi umhverfi hjá fyrirtæki sem er að fara á skemmtilegt skeið þar sem tækifærin eru óendanleg og algjörlega undir okkur teyminu komin. Við erum með skrifstofur á frumkvöðlasetrinu ,,Innovation House” á Seltjarnarnesi og erum farin að dilla skottinu af tilhlökkun við að fá nýja manneskju í teymið.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Til að sækja um, vinsamlegast sendið okkur kynningarbréf og ferilskrá.