Gagnavísindi – Gagnaverkfræði

Data Lab Ísland 31. Oct 2018 Fullt starf

Eru gagnavísindi þitt fag? Jafnvel gagnaverkfræði líka? Eða ertu þarna mitt á milli? Skilur bæði en ert betri í öðru.

Fílar #hashtögg eins og #DataScience #MachineLearning #DataEngineering #BigData #AI #Python #Rstats #SQL #Spark #Hadoop #Linux #API

Þá erum við að leita að þér

Data Lab Ísland er tækni- og ráðgjafafyrirtæki sem vinnur fyrir mörg af stærstu og áhugaverðustu fyrirtæki landsins. Fyrirtækið var stofnað árið 2016 til að aðstoða íslenskt atvinnulíf að finna og hagnýta verðmæti sem felast í gögnum.

Við leitum nú að rétta einstaklingum til að ganga til liðs við fyrirtækið og taka þátt í spennandi uppbyggingarstarfi.
Við bjóðum fjölbreytt og áhugaverð verkefni, frelsi til að læra og hafa áhrif á þróun fyrirtækisins… en ekkert mötuneyti.

Reynsla er mikils metin en ef hún er af skornum skammti má bæta það upp með þeim mun ferskari þekkingu á gagnavísindum og gagnaverkfræði og eldmóð til að hagnýta hana í samstarfi við reynslumikla ráðgjafa okkar.

Önnur skilyrði

  • Meistaragráða er kostur.

  • Frumkvæði og metnaður til að læra af mistökum og gera betur en síðast

  • Forvitni og ekki síst sköpunarkraftur sem færir okkur út fyrir kassann


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Ef þetta hljómar eins og eitthvað fyrir þig sendu okkur þá nánari upplýsingar um þig og þín framtíðarplön á datalab@datalab.is

Við höfum svo samband.

Fyrir nánari upplýsingar er hægt að slá á þráðinn í síma 693 0100. Við erum við símann núna!