Gagnastjóri

Reykjavíkurborg 11. Sep 2021 Fullt starf

Gagnastjóri Reykjavíkurborgar

Við leitum að kraftmiklum leiðtoga til að leiða skrifstofu gagnaþjónustu Reykjavíkurborgar sem ber meginábyrgð á hagnýtingu gagna Reykjavíkur. Gagnaþjónustan tilheyrir Þjónustu- og nýsköpunarsviði borgarinnar og innan hennar starfar hópur af öflugum gagnasérfræðingum. Gagnastjóri er einn af lykilstjórnendum sviðsins og ber m.a. ábyrgð á og leiðir stefnumörkun í stjórnun, meðhöndlun og hagnýtingu gagna borgarinnar. Starfið er hluti af stoðverkefnum borgarinnar sem og eitt af kjarnaverkefnum stafrænnar umbreytingar. Starfssviðið er því vítt og fjölbreytt og gengur þvert yfir öll svið Reykjavíkur en litið er til markvissrar stjórnunar og hagnýtingar gagna sem einn af lykilþáttum í að skapa virði í starfseminni. Viðkomandi þarf að brenna fyrir mótun og þróun gagnadrifinnar menningar og hafa sterka framtíðarsýn á uppbyggingu og hagnýtingu gagna innan Reykjavíkurborgar.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Að stýra teymi gagnasérfræðinga

 • Fagleg og fjárhagsleg ábyrgð skrifstofunna

 • Ber ábyrgð á og veitir ráðgjöf við þróun gagna og gagnavara og tryggir gæði og áreiðeinaleika þeirra

 • Ber ábyrgð á gerð mælaborða, rekstrarappa og annarri framsetningu gagna

 • Skilur og skilgreinir þarfir í meðhöndlun gagna og mótun upplýsinga

 • Leiðir þróun gervigreindar- og tölfræðilíkana hjá borginni

 • Stefnumótun, þróun og innleiðing gagnastefnu og gagnamenningu

 • Ber ábyrgð á líftíma gagna, geymslu og eyðingu þeirra

 • Tryggir auðvelt aðgengi notenda að gögnum

 • Fræðslu- og kynningarmál skrifstofunnar

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun áskilin

 • Reynsla af greiningum, tölfræði og/eða verkefnastjórnum

 • Farsæl stjórnunarreynsla

 • Geta til að vinna undir álagi

 • Skipulögð vinnubrögð og metnaður í starfi

 • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi

 • Góð þekking og áhugi á þróun, hugbúnaði og tækju sem notuð eru á starfssviðinu

 • Greiningarhæfni og rökvísi

 • Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum og áhugi á að starfa í teymi

 • Mjög góð hæfni í íslensku og ensku í ræðu og riti


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknarfrestur er til og með 19. september n.k. og skal umsókn fylgja starfs- ferilsskrá, prófskírteini og kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir áhuga og hæfni í starfið.

Upplýsingar um starfið veitir Óskar Jörgen Sandholt í gegnum tölvupóstfangið: oskar.j.sandholt@reykjavik.is eða í síma 4 11 11 11. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.

Reykjavíkurborg er skapandi og metnaðarfullur vinnustaður ásamt því að vera sá stærsti á Íslandi. Verkefnin eru afar fjölbreytt og snerta daglegt líf borgarbúa með margvíslegum hætti. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.