Gagnasérfræðingur

Motus 14. Feb 2024 Fullt starf

Með stóraukinni áherslu á gögn í ákvarðanatöku félagsins leitum við að gæðamiðuðum og metnaðarfullum einstaklingi með frumkvæði og reynslu úr gagnaheimum, svo sem vöruhúsauppbyggingu, viðskiptagreind og skýrslugerð, til að ganga til liðs við teymi gagnasérfræðinga við uppbyggingu gagna- og upplýsingaumhverfis Motus.   

Teymið vinnur þvert á fyrirtækið og vöruteymi þess með það að markmiði að hagnýta gögn fyrirtækisins til upplýsingagjafar og ákvörðunartöku til innri sem ytri viðskiptavina og í sjálfvirknivæðingu ferla.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Virk þátttaka, ráðgjöf og framkvæmd í verkefnum með vöruteymum með virði gagna og upplýsinga að leiðarljósi
  • Hönnun, smíði og viðhald á vöruhúsi gagna og öðrum gagnainnviðum
  • Viðskiptagreining, þróun gagnasetta og skýrslugerð 
  • Þátttaka í uppbyggingu á stjórnkerfi gagna (Master Data) og gagnaeftirliti (DQ)
  • Þátttaka í hönnun, smíði og viðhald gagnamódela (Analytics)

Hæfni

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af uppbyggingu gagnainnviða og/eða viðskiptagreind er krafa
  • Reynsla og þekking á Microsoft Azure (SQL, Data Factory, Data Lake), TimeXtender, ExMon, PowerBI er mikill kostur
  • Gæðahugarfar, frumkvæði og metnaður
  • Skipulögð og öguð vinnubrögð

Umsóknarfrestur er til og með 26. febrúar 2024

Frekari upplýsingar veitir Bjarki Snær Bragason, forstöðumaður Upplýsingatækni í bjarkib@motus.is.

Um Motus:

Motus er leiðandi fyrirtæki á sviði kröfuþjónustu. Hjá okkur starfar fjölbreyttur hópur fólks sem leggur sig fram um að starfa af heilindum og fagmennsku. Jafnrétti, jákvæð samskipti og gagnkvæm virðing eru grundvöllur starfseminnar. Við gætum fyllsta trúnaðar við vinnslu starfsumsókna og persónuupplýsinga.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Gagnasérfræðingur

Með stóraukinni áherslu á gögn í ákvarðanatöku félagsins leitum við að gæðamiðuðum og metnaðarfullum einstaklingi með frumkvæði og reynslu úr gagnaheimum, svo sem vöruhúsauppbyggingu, viðskiptagreind og skýrslugerð, til að ganga til liðs við teymi gagnasérfræðinga við uppbyggingu gagna- og upplýsingaumhverfis Motus.