Gagnasérfræðingur

Heilbrigðisráðuneytið 17. Feb 2023 Fullt starf

Gagnasérfræðingur hjá heilbrigðisráðuneytinu
Heilbrigðisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar starfs gagnasérfræðings á skrifstofu innviða heilbrigðisþjónustu. Verksvið skrifstofu innviða heilbrigðisþjónustu er að annast verkefni sem varða innkaup á vöru og þjónustu í heilbrigðiskerfinu, samninga, sjúkratryggingar, byggingaframkvæmdir, mönnun heilbrigðisþjónustu, hagmál, heilbrigðisgögn og úrvinnslu.

Helstu verkefni og ábyrgð
– Upplýsingaöflun og framsetning tölfræðilegra upplýsinga.
– Greining gagna sem nýtast m.a. við stefnumótun á málefnasviðum ráðuneytisins.
– Uppsetning mælaborða og skýrslna í Power BI til birtingar í ráðuneytinu og/eða á ytri vef.
– Aðkoma að stefnumótun og skipulagi gagnamála.
– Kostnaðargreining og gerð reiknilíkana.
– Þátttaka í stefnumótun í málaflokkum ráðuneytisins í samstarfi við fagskrifstofur og stofnanir þess.

Hæfniskröfur
– Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
– Framhaldsmenntun er kostur.
– Heilbrigðismenntun og/eða þekking á heilbrigðiskerfinu er kostur.
– Færni í meðferð, greiningu og úrvinnslu tölulegra gagna.
– Reynsla af kostnaðargreiningu og gerð reiknilíkana í Excel er kostur.
– Áhugi og þekking á viðskiptagreindarhugbúnaði og birtingu tölulegra gagna á myndræna hátt.
– Reynsla af vinnslu gagna í Power BI eða öðrum viðskiptagreindarhugbúnaði. Þekking á DAX-forritunarmálinu (eða sambærilegu).
– Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót.
– Frumkvæði og færni til að geta unnið sjálfstætt á skipulagðan og agaðan hátt.
– Færni og vilji til að vinna í opnu rými.
– Þekking og reynsla af teymisvinnu og verkefnastjórnun er kostur.
– Metnaður og vilji til að ná árangri.
– Gott vald á íslensku og hæfni til að miðla upplýsingum á skýran hátt.
– Góð kunnátta í ensku er nauðsynleg og kunnátta í Norðurlandamáli æskileg.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins hafa gert.

Um er að ræða áhugavert og fjölbreytt starf í krefjandi starfsumhverfi þar sem reynir á öguð vinnubrögð, ábyrgð og sjálfstæði.

Áhugasamir einstaklingar eru hvattir til að sækja um starfið óháð kyni. Með umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilskrá, afrit af prófskírteinum og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðum umsóknar og hvernig umsækjandi uppfyllir hæfniskröfur.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 20.02.2023

Nánari upplýsingar veitir
Arnar Bergþórsson, staðgengill skrifstofustjóra – arnar.bergthorsson@hrn.is
Kristín Helgadóttir, mannauðsstjóri – kristin@hrn.is


Sækja um starf