Gagnasérfræðingur

Háskólinn í Reykjavík 9. Dec 2022 Fullt starf

Háskólinn í Reykjavík auglýsir eftir sérfræðingi í gagnastjórnun á upplýsingatæknisviði og mun viðkomandi koma að þróun verkefna tengdum uppbyggingu vöruhúss, gagnastjórnun og samþættingum kerfa.

Kerfi skólans eru bæði hýst innanhús og í skýjaþjónustum en á liðnum árum hefur fjöldi kerfa verið endurnýjuð og flest af þeim færð yfir í skýjaþjónustur. Vöruhús gagna hefur verið lykilþáttur í þeirri vegferð ásamt því að bæta gæði gagna. Framsetning og aðgangur að gögnum gegna sífellt mikilvægara hlutverki í starfsemi skólans og í allri ákvörðunartöku.

STARFSSVIÐ

 • Þróa áfram vöruhús gagna og samþættingu þess við önnur kerfi skólans
 • Innleiða og þróa áfram gagnastjórnborð fyrir nemenda-, starfsmanna- og fjárhagsgögn í
  Power BI
 • Innleiða stofngagnastýringu (MDM) og tengja við önnur kerfi skólans
 • Innleiða gagnalista (Data Catalog) til að hafa yfirlit og stjórna aðgangi að gögnum skólans
 • Koma að innleiðingu nýrra kerfa
 • Aðstoða starfsfólk skólans við að útbúa gagnasett fyrir gagnagreiningar

HÆFNISKRÖFUR

 • Háskólamenntun í tölvunarfræði, verkfræði eða skyldum greinum
 • Reynsla af verkefnum tengdum gagnastjórnun eins og viðskiptagreind og vöruhúsi gagna
 • Góð þekkingu á SQL, XML, JSON og vefþjónustum (REST, SOAP)
 • Þekking á SSIS og SSRS er kostur
 • Reynsla í gagnagreiningum og framsetning á gögnum
 • Þekking á Power BI er kostur
 • Góð enskukunnátta

_Háskólinn í Reykjavík hefur haslað sér völl sem öflugur rannsóknaháskóli á alþjóðavísu. Háskólinn stenst samanburð við erlenda háskóla í fremstu röð og fræðafólk skólans hefur náð framúrskarandi árangri. Kennsla og rannsóknir við Háskólann í Reykjavík mótast af sterkum tengslum við atvinnulíf og samfélag. Lögð er áhersla á þverfaglegt samstarf, alþjóðlegt umhverfi, nýsköpun og góða þjónustu.

HR er eftirsóknarverður vinnustaður og þar er lögð áhersla á fyrsta flokks aðstöðu í nærandi umhverfi, persónuleg samskipti, framsæknar kennsluaðferðir og nútímalega starfshætti. HR fagnar fjölbreytileika og mikið er lagt upp úr jafnrétti og virðingu fyrir einstaklingum og störfum þeirra. Nemendur Háskólans í Reykjavík eru um 4.300 í sjö deildum og starfsfólk er um 300 talsins, auk 350 stundakennara._


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknarfrestur er til og með 18. desember 2022

Með öllum umsóknum skal fylgja góð ferilskrá. Einnig er valkvætt að láta fylgja með kynningarbréf þar sem umsækjanda gefst kostur á að rökstyða hæfni sína í starfið. Umsóknum skal skilað á vef Háskólans í Reykjavík. Einungis er tekið við umsóknum í gegnum umsóknarkerfið. Nánari upplýsingar veita Kristinn I. Pálsson, forstöðumaður upplýsingatækni, (kristinnip@ru.is) og Ester Gústavsdóttir, mannauðsstjóri (esterg@ru.is). Allar fyrirspurnir og umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.