Gagnasérfræðingur

Háskólinn í Reykjavík 17. Dec 2020 Fullt starf

Háskólinn í Reykjavík auglýsir eftir sérfræðing í gagnastjórnun í tímabundið starf (12 mánuði) og mun viðkomandi koma að þróun verkefna tengdum gagnastjórnun. Gagnastýring er nýleg deild sem starfar náið með upplýsingatæknideild að framþróun upplýsingatækni og gagnastýringar innan skólans.

Kerfi skólans er bæði hýst innanhús og í skýjaþjónustum en á liðnum árum hefur fjöldi kerfa verið endurnýjuð og flest af þeim færst yfir í skýjaþjónustur. Vöruhús gagna hefur verið lykilþáttur í þeirri vegferð ásamt því að bæta gæði gagna. Framsetning og aðgangur að gögnum eru stærstu verkefnin sem liggja fyrir og markmið þessa starfs er að efla þá vinnu.

STARFSSVIÐ

 • Þróa áfram vöruhús gagna og samþættingu þess við önnur kerfi skólans
 • Innleiða og þróa áfram gagnastjórnborð fyrir nemenda-, starfsmanna- og fjárhagsgögn
 • Innleiða stofngagnastýringu (MDM) og tengja við önnur kerfi skólans
 • Innleiða gagnalista (Data Catalog) til að hafa yfirlit og stjórna aðgang að gögnum skólans
 • Koma að innleiðingu nýrra kerfa í samstarfi við upplýsingatæknideild
 • Aðstoða aðra starfsmenn skólans við að útbúa gagnasett fyrir gagnagreiningar

HÆFNISKRÖFUR

 • Háskólamenntun í tölvunarfræði, verkfræði eða skyldum greinum
 • Reynsla í verkefnum tengdum gagnastjórnunar eins og viðskiptagreind og vöruhúsi gagna
 • Góða þekkingu á SQL, XML, JSON og vefþjónustum (REST, SOAP)
 • Þekking á SSIS og SSRS er kostur
 • Reynsla í gagnagreiningum og framsetning á gögnum
 • Góð enskukunnátta

Umsóknarfrestur er til og með 4. janúar 2020.

Með öllum umsóknum skal fylgja góð ferilskrá. Einnig er valkvætt af láta fylgja með kynningarbréf þar sem umsækjandi getur rökstutt ástæður þess að vera rétta manneskjan í starfið.Umsóknum skal skilað á vef Háskólans í Reykjavík. Einungis er tekið við umsóknum í gegnum umsóknarkerfið. Nánari upplýsingar veita Sæmundur Melstað, gagnastjóri (sammi@ru.is) og Ester Gústavsdóttir, mannauðsstjóri (esterg@ru.is). Allar fyrirspurnir og umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.

Akademískar deildir HR eru sjö: iðn- og tæknifræðideild, lagadeild, viðskiptadeild, tölvunarfræðideild, verkfræðideild, sálfræðideild og íþróttafræðideild. Kennsla og rannsóknir við Háskólann í Reykjavík mótast af sterkum tengslum við atvinnulíf og samfélag. Lögð er áhersla á þverfagleika, alþjóðlegt umhverfi, nýsköpun og góða þjónustu. Nemendur Háskólans í Reykjavík eru um 3700 í sjö deildum og starfa um 250 fastir starfsmenn við háskólann auk fjölda stundakennara. Í Háskólanum í Reykjavík er lögð er áhersla á að skapa alþjóðlegan vinnustað sem fagnar fjölbreytileika og einkennist af virðingu fyrir einstaklingum og störfum þeirra. Veitt eru jöfn tækifæri til stöðuveitinga og launa samkvæmt siðareglum og jafnréttisáætlun HR.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Með öllum umsóknum skal fylgja góð ferilskrá. Einnig er valkvætt af láta fylgja með kynningarbréf þar sem umsækjandi getur rökstutt ástæður þess að vera rétta manneskjan í starfið.Umsóknum skal skilað á vef Háskólans í Reykjavík. Einungis er tekið við umsóknum í gegnum umsóknarkerfið. Nánari upplýsingar veita Sæmundur Melstað, gagnastjóri (sammi@ru.is) og Ester Gústavsdóttir, mannauðsstjóri (esterg@ru.is). Allar fyrirspurnir og umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.