Gagnasérfræðingur

CoreMotif ehf 5. Feb 2019 Fullt starf

Við erum að stækka og því leitar CoreMotif að metnaðarfullum SQL forritara / gagnasérfræðing sem er til í að vinna í spennandi umhverfi að veita bestu stjórnendaráðgjöfina á markaðnum. Komdu og vertu með í vegferðinni, við erum að gera ótrúlega spennandi hluti með frábæru fólki.

Sem gagnasérfræðingur munt þú

 • Nýta SQL og forritunarþekkingu þína til að sækja, vinna úr og setja fram gögn
 • Nýta þér þína sérþekkingu til að greina vandamál, útbúa og halda kynningar, veita ráðgjöf og útfæra lausnir í nánu samstarfi við viðskiptavini og samstarfsfólk þitt hjá CoreMotif.
 • Vinna að metnaðarfullum verkefnum tengdum viðskiptagreind, gagnavöruhúsum, þjálfun starfsfólks, innleiðingu á greiningartólum og fleira.
 • Vinna með stjórnendum að markmiðasetningu í upplýsingatækni.
 • Vinna úr gögnum til innri endurbóta hjá CoreMotif.

Hæfniskröfur

 • Háskólapróf í tölvunarfræði, verkfræði, tölfræði eða sambærileg menntun
 • Mikil þekking og reynsla af gagnagrunnsforritun og viðskiptagreind
 • Samskiptahæfni sem skarar fram úr, þú þarft að geta útbúið og haldið kynningar, skrifað skýrslur og miðlað þekkingu þinni.
 • Þú þarft að vera skipulögð/skipulagður og sýna sjálfstæð vinnubrögð, en þó aldrei hika við að sækja aðstoð þegar þörfin kemur.
 • Þú þarft að hafa áhuga og getu til að læra og tileinka þér nýja hluti utan þíns sérsviðs á skömmum tíma.
 • Þú þarft að vera áhugasöm/áhugasamur um að kynna þér nýjar hugmyndir og aðferðir og hafa viljann og getuna til að miðlað þeirri þekkingu áfram.

Ef þú ert manneskjan sem við erum að leita að hvetjum þig til að senda okkur ferilskrá ásamt skriflegri umsókn á .

CoreMotif er vaxandi ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf við stjórnendur varðandi allt sem tengist stjórnun og upplýsingatækni. Í hópi viðskiptavina okkar má finna mörg stærstu með metnaðarfyllstu fyrirtæki landsins, allt frá fjármálastofnunum og framleiðslufyrirtæjum til sprota- og kvikmyndafyrirtækja. Við tökum að okkur fjölbreytt og skemmtileg verkefni, allt frá greiningu og innleiðingu til endurbóta og endurnýjunar.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Sendu okkur ferilskrá ásamt skriflegri umsókn á umsokn@coremotif.com