Gagnasérfæðingur

Reykjavíkurborg 14. Nov 2019 Fullt starf

Gagnaþjónusta Reykjavíkurborgar leitar að snjöllum gagnasérfræðingi.

Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga uppbyggingu og greiningu gagna ásamt því að geta miðlað upplýsingum á skýran og ferskan hátt.

Ábyrgðarsvið Gagnaþjónustu Reykjavíkurborgar er tvíþætt. Annars vegar smíði og þróun samþættingarlags- og vöruhúss gagna sem gerir deildinni kleift að hafa gögn úr ólíkum kerfum aðgengileg og uppbyggð á einum stað. Hins vegar hagnýting gagna, meðal annars með smíði viðskiptagreindarskýrslna og þróun tölfræðilíkana. Þá veitir deildin ráðgjöf á sviði vinnslu, hagnýtingu gagna og tölfræðilegrar túlkunar þvert yfir borgina.

Helstu verkefni

Þróun og uppbygging samþættingarlags- og vöruhúss gagna

Forritun og viðhald á gagnavinnsluferlum

Greining og vinnsla á gögnum

Framsetning og miðlun upplýsinga

Þróun og viðhald á viðskiptagreindarskýrslum

Þróun og rekstur tölfræðilíkana

Veita ráðgjöf varðandi gagnavinnslu og gagnagreiningu

Hæfni og menntun

Háskólagráða og framhaldsmenntun sem nýtist í starfi

Reynsla af samþættingu- og vöruhúsi gagna

Góð kunnátta í SQL, R ,Python og/eða öðrum gagnaforritunarmálum

Þekking á viðskiptagreindarhugbúnaði sbr. ClickSense, PowerBI

Frumkvæði, fagmennska og skipulagshæfni

Góður skilningur á upplýsingasöfnun og gagnaskilum

Hæfni í mannlegum samskiptum


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Nánari upplýsingar um starfið veitir Óli Páll Geirsson með því að senda fyrirspurnir á oli.pall.geirsson@reykjavik.is

Umsóknarfrestur er til og með 27. nóvember.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavikurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.