Gagnagúrú

Creditinfo 21. Dec 2018 Fullt starf

Við leitum að reynslubolta til að taka við hlutverki gagnagrunnsstjóra (Information Architect). Starfið er metnaðarfullt og hluti af skemmtilegum og fjölbreyttum hópi sérfræðinga í heimi fjölbreyttra tækifæra bæði hérlendis og á alþjóðlegum vettvangi.

Rauði þráðurinn í verkefnunum er gögnin, strúktúrinn og allar vinnslur í kringum gögnin, en viðkomandi verður að geta sett sig inn í ný verkefni og tækni eftir því sem þörf krefur. Við gerum kröfu um reynslu, þekkingarþorsta, fáránlega jákvætt viðhorf og hæfni til að vinna í teymi.

Lykilhæfni:

 • MS SQL, SQL og TSQL
 • SQL Server
 • SSIS
 • Gagnagreiningar

Það er plús að hafa þekkingu á:

 • .NET
 • Vefþjónustur (XML / SOAP, JSON / REST)
 • Hugbúnaðarþróunartól eins og GIT, TeamCity, Redgate, etc.
 • Performance tuning
 • Agile og scrum

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólapróf sem nýtist í starfi, s.s. tölvunarfræði, verkfræði eða kerfisfræði
 • Frumkvæði, jákvæðni, kraftur, nákvæmni og skipulögð vinnubrögð
 • Úrlausnamiðun og aðlögunarhæfni
 • Hæfni til að vinna bæði sjálfstætt og í hóp


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsókn ásamt ferilskrá skal senda á netfangið atvinna@creditinfo.is merkt „Gagnagúrú“. Nánari upplýsingar um starfið veitir Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri tæknimála á olafurm@creditinfo.is. Umsóknarfrestur er til og með 11. janúar 2019.