Gagnagrunnssérfræðingur – Data Engineer

Motus ehf 6. Jan 2021 Fullt starf

Við hjá Motus leitum að öflugum einstaklingi í starf sérfræðings í gagnagrunnum og gagnavinnslu, sem hefur reynslu og brennandi áhuga á að gegna mikilvægu hlutverki hjá vaxandi fyrirtæki á sviði fjártækni.

Helstu verkefni:

  • Leiða viðhald og þróun á vöruhúsi gagna
  • Þróun viðskiptagreindar samhliða þróun á vöruhúsi gagna

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • B.Sc. í verkfræði, tölvunarfræði eða tengdum greinum sem nýtast í starfi
  • Þekking á Microsoft SQL gagnagrunnslausnum skilyrði t.d. MSSQL, SSIS, SSAS
  • Þekking á C#, Python eða R kostur
  • Þekking á öðrum ETL / Pipeline tólum á borð við Airflow, Luigi kostur
  • Þekking á BI tólum t.d. Power BI og Tableau kostur
  • Áhugi á að vinna í Agile vinnuumhverfi
  • Sjálfstæði, metnaður og nákvæm vinnubrögð
  • Góð samskiptahæfni og vera “EKKI GERA EKKI NEITT” týpa

EKKI GERA EKKI NEITT er grundvöllur fyrirtækjamenningar Motus, en innri gildi starfsmanna eru hjálpsemi, frumkvæði, jákvæðni, vinnusemi og umburðarlyndi. Í boði er skemmtilegt umhverfi, metnaðarfullir samstarfsmenn, afburða upplýsingakerfi og öflugt fyrirtæki.

Nánari upplýsingar veitir Sigurbjörg D. Hjaltadóttir mannauðsstjóri í síma 440-7122 og sibba@motus.is


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Vinsamlegast sækið um á heimasíðu okkar www.motus.is. Umsóknarfrestur er til og með 17. janúar 2021. Ráðið verður í starfið sem fyrst.