Gagnagrunnssérfræðingur

Fjármálaeftirlitið 18. Apr 2018 Fullt starf

Við leitum að metnaðarfullum sérfræðingi í þróunarteymið okkar. Í boði eru spennandi verkefni í lifandi umhverfi fyrir kraftmikinn og drífandi einstakling sem hefur metnað til að stuðla að skilvirkni í nýtingu gagna, vandaðri gagnahögun og upplýsingaöryggi.

Upplýsingatæknisvið Fjármálaeftirlitsins sér um þróun eftirlitshugbúnaðar og rekstur tölvukerfa, ásamt því að aðstoða starfsfólk og eftirlitsskylda aðila við notkun kerfanna. Samstarf er við bæði innlendar og erlendar eftirlitsstofnanir um ýmis verkefni.

Starfssvið

  • Verkefni sem tengjast þróun gagnagrunna eftirlitsins ásamt daglegum rekstri þeirra
  • Þróun á gagnamódelum, gæðaprófum og skemum
  • Verkefni tengd uppfærslum, vöktun og auknum afköstum gagnagrunna
  • Þróun á vöruhúsi gagna og stoðgögnum (e. Masterdata)
  • Þátttaka í þróun á gagnaskilakerfi Fjármálaeftirlitsins
  • Stuðningur við högun gagnagrunna undir kerfi stofnunarinnar
  • Stuðningur við úrvinnslu og framsetningu gagna

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólapróf í tölvunarfræði, verkfræði eða annað háskólanám sem nýtist í starfi
  • Þekking og reynsla af vinnu við gagnagrunna
  • Reynsla af Microsoft SQL gagnagrunnslausnum kostur (t.d. MSSQL, MDS, SSIS og Power BI)
  • Þekking og reynsla af XML eða XBRL kostur
  • Jákvæðni, nákvæmni og skipulögð vinnubrögð
  • Áhugi á að vinna í Agile vinnukerfi

Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsjón með starfinu hafa Bjarni Þór Gíslason upplýsingatæknistjóri (bjarnithor@fme.is) og Árni Ragnar Stefánsson mannauðsstjóri (arni@fme.is).

Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins, www.fme.is eða á www.starfatorg.is.

Umsóknarfrestur er til og með 7. maí nk. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu rökstudd.