Gagnaforritari (e. data engineer)

Já og Gallup 1. Nov 2018 Fullt starf

Við leitum að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi með mikinn áhuga á viðskiptagreind, gagnagreiningu, framsetningu upplýsinga, uppbyggingu á vöruhúsi gagna og starfsemi Já og Gallup, til að starfa þvert á fyrirtækið að spennandi rekstrar- og þróunarverkefnum. Um er að ræða nýja stöðu með fjölbreyttum verkefnum, þar sem unnið er samhliða reyndum sérfræðingi í viðskiptagreind, í skemmtilegu, sveigjanlegu og kviku umhverfi.

Vinnustaðurinn

Hjá fyrirtækinu starfa um 100 starfsmenn undir fjórum vörumerkjum; Já, Gallup, Leggja og Markaðsgreiningu. Vinnustaðurinn er vel staðsettur miðsvæðis í Reykjavík, við hliðina á Glæsibæ í Álfheimum. Stutt er í alla þjónustu, m.a. er líkamsræktarstöð, matvörubúð, matsölustaðir, hjólageymsla og bílastæðakjallari í sama húsi. Boðið er upp á heitan mat í hádeginu og ekki má gleyma Foosball-borðinu og leikjatölvunni. Við erum óhrædd við að prófa nýja hluti og tækni og leggjum mikið upp úr starfsþróun. Hjá fyrirtækinu er öflugt 10 manna tækniteymi og 8 manna gagnagreiningarteymi, og er áhersla lögð á sjálfvirknivæðingu með hjálp nýrra tóla og tækni (s.s. gervigreindar). Vinnustaðurinn er frábær fyrir þá sem vilja starfa í frjálslegu en metnaðarfullu umhverfi og þrá tækifæri til að vinna með nýja tækni til að leysa áskoranir dagsins.

Helstu verkefni

Í starfinu felast hvort tveggja stefnumótandi og rekstrartengd verkefni sem snúa að:

• Áframhaldandi uppbyggingu á vöruhúsi gagna

• Ferlum við stöðlun, skráningu og greiningu gagna

• Nýtingu og framsetningu gagna, bæði til innri nota sem og til birtingar til viðskiptavina

Hæfniskröfur

• Háskólapróf í tölvunarfræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi

• A.m.k. 1-2 ára starfsreynsla af sambærilegum verkefnum

• Reynsla af vinnu með SQL gagnagrunna og vöruhús gagna

• Reynsla af vinnu með AWS eða öðrum skýjaþjónustum

• Reynsla í a.m.k. einu forritunarmáli, t.d. Python

• Reynsla í að vinna með greiningartól á borð við Qlik, Tableau, Power BI eða Looker

• Góð samskiptahæfni, jákvæðni og geta til að vinna í hópi

• Gagnrýnin hugsun, framsýni og frumkvæði

• Skipulagshæfileikar og sjálfstæði

• Metnaður og vönduð vinnubrögð

• Áhugi á tækniþróun og metnaður til að vaxa í starfi

Eftirfarandi reynsla og þekking væri að auki kostur og myndi nýtast vel í starfi:

• Grunn tölfræðiþekking

• Kunnátta í tölfræðiforritinu R

• Kunnátta í Git útgáfustýringu

• Þekking á vélrænu námi

• Þekking og reynsla af Microsoft lausnum, þ.m.t. Sharepoint

• Reynsla af Amazon Redshift

• Þekking og reynsla af vinnslu gagna í flötum skrám með t.d. Python eða Hadoop

• Reynsla af Docker umhverfinu

• Viðskiptaþekking og reynsla af vinnu með gögn úr fjárhags- og CRM kerfum


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsókn, ásamt ferilskrá og kynningarbréfi sendist til Vilborgar Helgu Harðardóttur, rekstrarstjóra Já og Gallup (vilborg.hardardottir@gallup.is). Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál og þeim svarað. Umsóknarfrestur er til 15. nóvember 2019.