Gagnaforritari

Já + Gallup 9. Mar 2022 Fullt starf

Við leitum að gagnaforritara til að starfa hjá Já og Gallup með mikinn áhuga á gögnum, flæði þeirra og framsetningu.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Þátttaka í spennandi þróunarstarfi Já og Gallup

  • Rekstur á núverandi kerfum

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Brennandi áhugi á gögnum og gagnaframsetningu

  • Reynsla af vinnu með SQL gagnagrunna, vöruhús gagna og greiningartól

  • Áhugi á tækniþróun og metnaður til að vaxa í starfi

  • Eftirsótt tæknikunnátta, en ekki nauðsynleg: Snowflake, Looker, Airflow, AWS, Postgres, R, Python og Docker

Fríðindi í starfi

  • Öll þau tæki og tól sem þú þarft til vinnu

  • Góð laun

  • Fyrirmyndar vinnuaðastaða og mötuneyti

  • Sveigjanlegur vinnutími

  • Fjölbreytt og spennandi úrval þróunarverkefna

  • Ótakmarkað magn af kaffi

  • Frjálsir dagar og lærdómsdagar til að kynna þér nýja hluti og vinna í því sem þér finnst áhugavert

Já býður upp á lausnir sem auðvelda viðskipti og samskipti og er vefurinn Já.is ein þeirra. Gallup er leiðandi markaðsrannsóknafyrirtæki á Íslandi og býður upp á lausnir sem auðvelda fyrirtækjum og stofnunum ákvarðanatöku.

Áhersla Já og Gallup á stafræna þróun þýðir að vöruframboðið okkar tekur stöðugum breytingum. Til að mæta þeim áskorunum styðjum við og hvetjum starfsfólk til að þróast og læra í starfi.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ólafur Veigar Hrafnsson, sviðsstjóri gagna og greininga, olafur.hrafnsson@gallup.is


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknir skulu sendast á olafur.hrafnsson@gallup.is