Full-stack forritari

InfoCapital ehf. 30. May 2022 Fullt starf

Blikk – Nýtt og fjármagnað fjártæknifélag í startholum óskar eftir metnaðarfullum full-stack forritara:

• Samkeppnishæf laun
• Framendi í Flutter / Next.js
• Vefþjónustur skrifaðar í GO
• Restin af tæknistack ekki ákveðin
• Mjög líflegt vinnumhverfi

Blikk er fjártæknifélag í umsóknarferli um að gerast greiðsluþjónustuveitandi (PISP) og upplýsingaþjónustuveitandi (AISP). Blikk notast við open-banking löggjöfina PSD2 til að tengjast vefþjónustum banka, svo hægt sé að nálgast upplýsingar og framkvæma millifærslur.

Þetta nýja start-up er stofnað af InfoCapital (https://infocapital.is).
InfoCapital er fjárfestingafélag sem sérhæfir sig m.a. í fjártækni og er eigandi Aurbjargar (https://aurbjorg.is).

Fyrir frekari upplýsingar, sendið fyrirspurn á viktor@infocapital.is


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

viktor@infocapital.is s: 692-6795