Framúrskarandi vefforritari

Vettvangur 17. May 2018 Fullt starf

Við hjá Vettvangi erum að leita að framúrskarandi vefforritara til að taka þátt í og, eftir tilfellum, leiða margar af mest spennandi veflausnum landsins.

Þú, sem framúrskarandi vefforritari, þekkir betur en handarbakið á þér:

  • HTML
  • CSS
  • JavaScript

En þekkir einnig vel til tungumála, tóla og tækja eins og:

  • ReactJS
  • SASS
  • Webpack
  • Git

Þú kemur einnig til með að starfa í .NET umhverfi svo öll reynsla á því sviði er til hækkunar.

Hinn fullkomni kandídat skrifar, að sjálfsögðu, fallegan og vel frágenginn kóða, vinnur vel í hóp og á auðvelt með samskipti. Þú hugsar í lausnum og ert alltaf til í að deila þekkingu.

Vinnustaðurinn er hlýr og heimilislegur en hjá okkur starfa fyrir 12 hæfileikaríkir hönnuðir og forritarar. Fyrir þína þjónustu bjóðum við góð laun og fríðindi, faglegt starfsumhverfi og tækifæri til að hafa áhrif.

Fyllsta trúnaðar verður gætt við úrvinnslu umsókna.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Ferilskrá ásamt dæmum af verkefnum skal skilað á vettvangur@vettvangur.is, ekki seinna en 29. maí næstkomandi.

Fyrir allar frekari upplýsingar vinsamlega sendið á elmar@vettvangur.is