Framleiðandi (verkefna- og viðskiptastjóri í stafrænum verkefnum)

Kolibri 20. Dec 2021 Fullt starf

Við leitum að framleiðanda 🚀

Við erum að leita að framleiðanda með góða reynslu af þátttöku í stafrænum verkefnum. Hlutverkið felur í sér bæði viðskipta- og verkefnastjórnun og virka þátttöku í framleiðslu, t.d. þarfagreiningu, stefnumótun og ýmis konar ráðgjöf í vef- og app-verkefnum.

Manneskjan sem við leitum að deilir með okkur ástríðu fyrir því að þróa framsæknar og notendamiðaðar stafrænar lausnir. Hún kemur til með að vinna náið með hönnuðum, forriturum og ýmsum hagaðilum hjá viðskiptavinum, allt frá frumstigi verkefna til afhendingar. Hún hefur lykilhlutverk í að halda utan um framgöngu verkefna þannig að þau uppfylli væntingar viðskiptavina sem og metnað teymismeðlima til að búa til framúrskarandi lausnir.

Ábyrgðarsvið og lykilhæfileikar

Viðskiptastjórnun → Halda utan um ný og virk viðskiptasambönd.

 • Afla nýrra verkefna.

 • Halda utan um áætlanir og fjármál verkefna.

 • Mikil þjónustulund, lipurð í samskiptum og frumkvæði.

 • Hlúa að virkum kúnnasamböndum og lykilkaupendum.

Verkefnastjórnun → Passa að verkefni séu keyrð áfram með réttan fókus og uppfylli þarfir viðskiptavina.

 • Í samstarfi við teymið: skipulagning, áætlanir, forgangsröðun og eftirfylgni verkefna.

 • Samtöl við ýmsa fag- og hagaðila til að tryggja góða framgöngu verkefnis.

 • Reynsla af verkefnastjórnunarkerfum vef- og hugbúnaðarlausna er æskileg – tól eins og Asana eða sambærilegt.

 • Reynsla af Agile-aðferðum bónus.

Ráðgjöf og framleiðsla → Leiða og/eða taka þátt í greiningu, strategískri grunnvinnu og tilfallandi verkefni í framleiðsluferlinu.

 • Reynsla af hugmyndasmíði, strategíuvinnu, vefráðgjöf, og efnisvinnslu er æskileg.

 • Góð þekking eða færni í að tileinka sér ýmis veftól og -kerfi, t.d. vefumsjónarkerfi.

 • Þátttaka í prófunum, gæðaeftirliti, o.s.fr.

 • Önnur reynsla sem nýtist í framleiðsluferlinu er bónus, t.d. einhvers konar hönnunar- eða forritunarreynsla, tölfræðigreiningar, o.s.fr.

Um Kolibri

Verkefni Kolibri

Verkefni Kolibri eru af ýmsum toga en eru almennt drifin af hönnun, sköpunargleði, og náinni samvinnu. Við búum til vefi, öpp, sjálfsafgreiðslulausnir, sérsniðinn hugbúnað, o.m.fl. Til dæmis má nefna vef og app TM, umsóknar- og úrvinnslukerfi um rafræna fjárhagsaðstoð hjá Reykjavík, og ýmis verkefni fyrir Stafrænt Ísland.

Viðskiptavinir Kolibri í gegnum tíðina eru fyrirtæki eins og TM, Icelandair, Íslandsbanki, Blue Lagoon, 66°North, VÍS, Nova, Vodafone, Stafrænt Ísland, o.fl.

Vinnustaður og kúltúr

Hjá Kolibri er unnið í opnu og nánu starfsfyrirkomulagi þar sem allir hafa möguleika á að láta til sín taka. Við trúum að góð aðstaða og aðbúnaður skipti miklu máli þegar kemur að því að búa til vörur á heimsmælikvarða, og að lýðræðislegt stjórnkerfi sem byggir á dreifðum ábyrgðum stuðli að vellíðan og vinnugleði.

Við bjóðum m.a. upp á

 • Fyrsta flokks búnað sem starfsfólk velur sjálft, hvort sem það er tölva, skjár, sími, heyrnartól eða eitthvað annað.

 • Frábæra staðsetningu miðsvæðis í Reykjavík.

 • Hollan og góðan mat frá veitingastöðum bæjarins.

 • Mikið frjálsræði.

 • Faghópamenningu þar sem við lærum hvert af öðru.

 • Frístundastyrk, samgöngustyrk, heilsuræktarstyrk o.fl. eftir þörfum.

 • Gegnsæi sem gerir starfsfólki kleift að skoða bókhald, tekjur og útgjöld, laun samstarfsfólks o.s.frv.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknir með ferilskrá skal senda á: starf@kolibri.is