Framendaforritari Já / Gallup

JaGallupLogo.jpg
Já / Gallup 19. Sept. 2017 Fullt starf

Já / Gallup er að leita að metnaðarfullum framendaforritara sem vill vinna í fjölbreytilegu og spennandi umhverfi.

Við gætum þulið upp langan lista af hæfniskröfum en aðalatriðið er góð reynsla í framenda vefforritun og helst að viðkomandi hafi notað eitthvað af algengustu framenda- og JavaScript frameworks. Þess utan leitum við einfaldlega að starfskrafti sem hefur brennandi áhuga á veftækni og frábærum notendaviðmótum, er almennt góð og heilsteypt manneskja og getur unnið vel með öðru fólki.

Tæknisviðið sér um stærstan hluta þróunar innan fyrirtækisins og notar það fjölbreytt þróunartól. Aðstaðan er frábær fyrir þá sem vilja starfa í frjálslegu umhverfi og þrá tækifæri til að vinna með nýja tækni til að leysa áskoranir dagsins. Við erum óhrædd við að prófa nýja hluti, svo mjög að ákveðið hlutfall af vinnutímanum er alltaf notað í frjáls verkefni. Fyrirtækið leggur mikið upp úr starfsþróun og hefur meðal annars boðið forriturum á sviðinu að sækja fagráðstefnur heima og erlendis á síðustu árum.

Já / Gallup er vel staðsett miðsvæðis í Reykjavík, í Glæsibæ við Álfheima. Stutt er í alla þjónustu, meðal annars er líkamsræktarstöð, matvörubúð, matsölustaðir, hjólageymsla og bílastæðakjallari í sama húsi. Ekki má gleyma að á vinnustaðnum eru nauðsynleg leikföng, svo sem Foosball-borð og einnig nýtur Rocket League sem og aðrir tölvuleikir töluverðra vinsælda á sviðinu.

Við erum aðallega að leita að framendaforriturum en ef þú telur þig vera meira full-stack forritara með góða reynslu í Python viljum við endilega heyra frá þér. Að gefnu tilefni skal tekið fram að við erum ekki að leita að starfsfólki í hlutastarf með námi, nema viðkomandi geti komið í fullt starf næsta sumar og lengur.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Nánari upplýsingar veitir Sveinn Steinarsson, tæknistjóri. Umsóknir ásamt ferilskrám berist á sveinn@ja.is fyrir 5. október.