Framendaforritari í upplýsingatæknideild

Festi 13. Oct 2021 Fullt starf

Festi hf. leitar að framendaforritara í hugbúnaðarþróunarteymi fyrirtækisins sem hefur brennandi áhuga á starfrænni þróun í verslun og þjónustu.

Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi með menntun á sviði verk- eða tölvunarfræði sem er lausnamiðaður og góður í mannlegum samskiptum.

Unnið er í teymum með innri og ytri aðilum að lausnum fyrir Festi og rekstrarfélög. Helstu verkefni eru áframhaldandi þróun á appi fyrir Snjallverslun Krónunnar.

Hæfniskröfur

  • Reynsla og góð þekking á Flutter og React
  • lReynsla af app þróun fyrir Apple og Android
  • Þekking á AWS umhverfinu
  • Þekking á þjónustum ss. GraphQL og REST
  • Reynsla af Django, Python
  • Reynsla af Git og CICD

Í upplýsingatæknideild Festi starfa 16 manns við þróun og rekstur upplýsingakerfa. Við veitum starfsfólki sveigjanleika í starfi og leggjum áherslu á jafnvægi milli vinnu og einkalífs.

Festi hf. er móðurfélag N1, Krónunnar, ELKO og Bakkans vöruhótels. Hjá Festi starfar öflugur hópur fagfólks á ýmsum sviðum sem þjónustar rekstrarfélögin í rekstri og framþróun.

Umsóknarfrestur er til 24. október 2021

Nánari upplýsingar veitir Linda Kristmannsdóttir Upplýsingatæknistjóri (linda@festi.is)

Festi starfrækir vottað jafnlaunakerfi og hefur skuldbundið sig til að greiða jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Tekið er á móti umsóknum hér: https://jobs.50skills.com/festi/is/10342